Marshall var kona í sérflokki Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Hollywood-múrbrjóturinn, hin dáða Penny Marshall, lést í Los Angeles í byrjun vikunnar. Fréttablaðið/Getty Ferill Penny Marshall í heimi kvikmyndanna var langur, fjölbreyttur og farsæll en sjálfsagt munu tvær frábærar kvikmyndir hennar, Big og A League of Their Own, fyrst og fremst halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð. Big, sem Marshall gerði 1988, varð fyrsta kvikmyndin sem kona leikstýrir til þess að selja bíómiða fyrir meira en 100 milljónir dollara. Þetta þóttu heilmikil tíðindi í Hollywood fyrir 30 árum og kom karlaveldinu á þeim bænum í opna skjöldu. Myndin var löðrandi í æskufjöri og gríni og þeirri hlýju sem þykir einkenna allt höfundarverk Pennyar. Í Big lék Tom Hanks tólf ára strák sem varð fullorðinn á augabragði með tilheyrandi rugli og ótímabærum viðfangsefnum. Þótt Hanks hafi þarna átt að baki gamanmyndirnar Splash!, Bachelor Party, The Man with One Red Shoe og The Money Pit var fátt sem benti til þess að hann yrði sú stórstjarna sem hann er í dag og Marshall er ekki síst eignaður heiðurinn af því háflugi sem ferill hans tók í kjölfarið. Sjálfur hefur Hanks aldrei farið leynt með að hann á Marshall margt að þakka og hún tefldi honum aftur fram skömmu síðar í A League of Their Own 1992. Sú mikla kvennamynd er söguleg fyrir margra hluta sakir en Hanks sýndi þar góð tilþrif í aukahlutverki.Vinirnir og samstarfsfólkið Penny Marshall og Tom Hanks á góðri stundu í gamla daga. Nordicphotos/GettyKonur í sérflokki A League of Their Own er önnur mynd Marshall sem rauf 100 milljóna múrinn þvert á væntingar og telst til gullmola í bandarískri kvikmyndasögu en hún skartaði einvala liði leikkvenna með Geena Davis og Lori Petty í broddi fylkingar með Rosie O'Donnell og sjálfa Madonnu að baki sér, svo einhverjar séu nefndar. Myndin byggir á sannri sögu frá fimmta áratugnum og fjallar um fyrsta atvinnulið kvenna í hafnarbolta. Tom Hanks leikur þjálfara liðsins, útbrunna hafnarboltakempu og fyllibyttu sem hefur enga trú á stelpunum og er heilt yfir ekkert sérstaklega góður gæi. Hann er þó ekki skúrkurinn í myndinni þar sem helstu hindranir kvennanna eru karlremba og stríðsógnin. Penny Marshall hafði alla tíð brennandi áhuga á íþróttum og myndin þykir með þeim betri íþróttamyndum sem gerðar hafa verið enda hefur hún allt til að bera; spennandi og flottar senur af vellinum, tilfinningaflækjur og kjarninn er eins og vera ber, sigur lítilmagnans á ofurefli. Og skilaboð Marshall í undirtextanum eru skýr: Konur geta allt sem karlar geta og oftast betur. Velgengni myndarinnar og hagnaðurinn dugðu þó ekki til að hún yrði metin að verðleikum á sínum tíma. Óskarsverðlaunaakademían leit alveg fram hjá henni og Golden Globe-tilnefningarnar voru aðeins tvær. Geena Davis var tilnefnd sem besta leikkonan í gamanmynd og Madonna fékk tilnefningu og hirti hnöttinn fyrir lagið This Used to Be My Playground. Þegar bestu myndir Penny Marshall eru til umræðu má vitaskuld ekki gleyma þeirri undurfögru og mannlegu Awakenings þar sem Marshall hafði taumhald á tveimur Hollywood-risum, Robin Williams og Robert DeNiro, og töfraði fram óvenju látlausan stórleik hjá báðum.Geena Davis í þeirri frábæru íþróttamynd A League Of Their Own sem var önnur mynd Marshall sem rauf 100 milljón dollara múrinn.Úr sjónvarpi í bíó Penny Marshall fæddist í New York 1943 og hóf feril sinn í skemmtanabransanum undir lok sjöunda áratugarins þegar hún flutti til eldri bróður síns, handritshöfundarins og leikstjórans Gary Marshall, í Los Angeles. Hún byrjaði í gamanþáttum í sjónvarpi og lék meðal annars annað titilhlutverkanna í Laverne & Shirley. Þættirnir gengu frá 1976 til 1983 og nutu gríðarlegra vinsælda. Hún var gift leikstjóranum Rob Reiner í tíu ár frá 1971 til 1981 og þau hjónin voru í raun stórveldi í Hollywood. Marshall og Reiner voru vinir alla tíð og þegar hann minntist hennar á mánudaginn sagði hann meðal annars að hún hefði fæðst með góðan húmor og kunnað að nota hann af eðlisávísun. Hann hefði verið heppinn að hafa búið með henni og skopskyni hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ferill Penny Marshall í heimi kvikmyndanna var langur, fjölbreyttur og farsæll en sjálfsagt munu tvær frábærar kvikmyndir hennar, Big og A League of Their Own, fyrst og fremst halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð. Big, sem Marshall gerði 1988, varð fyrsta kvikmyndin sem kona leikstýrir til þess að selja bíómiða fyrir meira en 100 milljónir dollara. Þetta þóttu heilmikil tíðindi í Hollywood fyrir 30 árum og kom karlaveldinu á þeim bænum í opna skjöldu. Myndin var löðrandi í æskufjöri og gríni og þeirri hlýju sem þykir einkenna allt höfundarverk Pennyar. Í Big lék Tom Hanks tólf ára strák sem varð fullorðinn á augabragði með tilheyrandi rugli og ótímabærum viðfangsefnum. Þótt Hanks hafi þarna átt að baki gamanmyndirnar Splash!, Bachelor Party, The Man with One Red Shoe og The Money Pit var fátt sem benti til þess að hann yrði sú stórstjarna sem hann er í dag og Marshall er ekki síst eignaður heiðurinn af því háflugi sem ferill hans tók í kjölfarið. Sjálfur hefur Hanks aldrei farið leynt með að hann á Marshall margt að þakka og hún tefldi honum aftur fram skömmu síðar í A League of Their Own 1992. Sú mikla kvennamynd er söguleg fyrir margra hluta sakir en Hanks sýndi þar góð tilþrif í aukahlutverki.Vinirnir og samstarfsfólkið Penny Marshall og Tom Hanks á góðri stundu í gamla daga. Nordicphotos/GettyKonur í sérflokki A League of Their Own er önnur mynd Marshall sem rauf 100 milljóna múrinn þvert á væntingar og telst til gullmola í bandarískri kvikmyndasögu en hún skartaði einvala liði leikkvenna með Geena Davis og Lori Petty í broddi fylkingar með Rosie O'Donnell og sjálfa Madonnu að baki sér, svo einhverjar séu nefndar. Myndin byggir á sannri sögu frá fimmta áratugnum og fjallar um fyrsta atvinnulið kvenna í hafnarbolta. Tom Hanks leikur þjálfara liðsins, útbrunna hafnarboltakempu og fyllibyttu sem hefur enga trú á stelpunum og er heilt yfir ekkert sérstaklega góður gæi. Hann er þó ekki skúrkurinn í myndinni þar sem helstu hindranir kvennanna eru karlremba og stríðsógnin. Penny Marshall hafði alla tíð brennandi áhuga á íþróttum og myndin þykir með þeim betri íþróttamyndum sem gerðar hafa verið enda hefur hún allt til að bera; spennandi og flottar senur af vellinum, tilfinningaflækjur og kjarninn er eins og vera ber, sigur lítilmagnans á ofurefli. Og skilaboð Marshall í undirtextanum eru skýr: Konur geta allt sem karlar geta og oftast betur. Velgengni myndarinnar og hagnaðurinn dugðu þó ekki til að hún yrði metin að verðleikum á sínum tíma. Óskarsverðlaunaakademían leit alveg fram hjá henni og Golden Globe-tilnefningarnar voru aðeins tvær. Geena Davis var tilnefnd sem besta leikkonan í gamanmynd og Madonna fékk tilnefningu og hirti hnöttinn fyrir lagið This Used to Be My Playground. Þegar bestu myndir Penny Marshall eru til umræðu má vitaskuld ekki gleyma þeirri undurfögru og mannlegu Awakenings þar sem Marshall hafði taumhald á tveimur Hollywood-risum, Robin Williams og Robert DeNiro, og töfraði fram óvenju látlausan stórleik hjá báðum.Geena Davis í þeirri frábæru íþróttamynd A League Of Their Own sem var önnur mynd Marshall sem rauf 100 milljón dollara múrinn.Úr sjónvarpi í bíó Penny Marshall fæddist í New York 1943 og hóf feril sinn í skemmtanabransanum undir lok sjöunda áratugarins þegar hún flutti til eldri bróður síns, handritshöfundarins og leikstjórans Gary Marshall, í Los Angeles. Hún byrjaði í gamanþáttum í sjónvarpi og lék meðal annars annað titilhlutverkanna í Laverne & Shirley. Þættirnir gengu frá 1976 til 1983 og nutu gríðarlegra vinsælda. Hún var gift leikstjóranum Rob Reiner í tíu ár frá 1971 til 1981 og þau hjónin voru í raun stórveldi í Hollywood. Marshall og Reiner voru vinir alla tíð og þegar hann minntist hennar á mánudaginn sagði hann meðal annars að hún hefði fæðst með góðan húmor og kunnað að nota hann af eðlisávísun. Hann hefði verið heppinn að hafa búið með henni og skopskyni hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira