Núllið gallerý er komið til að vera Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. desember 2018 09:15 Gamla almenningssnyrtingin breytist í menningarperlu á besta stað. Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira