Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 15:00 Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott. Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott.
Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira