Gummi: Ætla að bíða og heyra hvað læknarnir segja Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 30. desember 2018 19:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ísland vann þægilegan 36-19 sigur á Barein í síðasta heimaleik sínum fyrir HM í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Það jákvæða í leiknum er að við spiluðum mjög góða vörn. Við héldum einbeitingu sem var ekki einfalt þar sem þeir spiluðu frekar langar sóknir. Það krefst mikillar einbeitingar hjá varnarmönnunum að halda það út. Mér fannst við gera það mjög vel. Við fengum auðvitað ekki það mörg tækifæri til að stilla upp í uppstilltar sóknir þar sem það voru auðvitað mörg hraðaupphlaup. Þegar við gerðum það fannst mér við spila af skynsemi. Við skoruðum úr öllum stöðum getum við sagt og það er mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslands eftir leikinn. En hvað má taka neikvætt úr leiknum? „Eiginlega ekki neitt. Að þessu sinni vill ég bara segja það að mér fannst við bara gera þetta á flestum stöðum mjög vel. Það vantar tvo lykilmenn í liðið hjá þeim og einn mikilvægasta leikmanninn þeirra svo að þeir eru ekki með sitt sterkasta lið. Þess vegna getum við ekki verið of mikið að skoða úrslitin í þessum leik. Við verðum að sjá það eftir æfingamótið í Noregi hvar við stöndum. Þar spilum við við eitt besta landslið heims, Norðmenn, í fyrsta leik og þá vitum við betur hvar við stöndum nákvæmlegea.” Hvað getur þú sagt mér um stöðuna á Arnari Frey þar sem hann var ekki með í dag? „Já ekkert nema það að hann fór í læknisskoðun núna áðan. Við erum að fá niðurstöður úr því hægt og sígandi þannig að ég held að hann verði að taka einhverja daga í pásu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann komi með til Noregs eða ekki.” Einhverjar heimildir vilja meina að Arnar sé nefbrotinn, getur þú staðfest það? „Já ég ætla nú bara að bíða eftir að heyra hvað læknirnar segja um það.” Hefur staðan á Arnari einhver áhrif á lokahópinn? „Það gæti gert það. Eftir þær fréttir sem ég hef fengið ætti hann að vera tilbúinn fyrir fyrsta leik á HM. Ég ætla bara að bíða með allar yfirlýsingar hvað það varðar.” „Við vonum að hann sé ekki með inflúensu. Við vonum að hann sé með einhvern vírus sem myndi taka þá skemmri tíma. Við vitum ekki meira en það. Hann liggur bara alveg flatur á koddanum. Við verðum bara að vona að hann orðinn betri á nýársdag,” sagði Guðmundur um Stefán Rafn Sigurmansson en Stefán er veikur og var þar af leiðandi ekki með í leik dagsins. „Ég er ekki búinn að velja endanlegan lokahóp en við veljum bara fyrst hóp sem fer til Noregs. Við höldum bara ýmsu opnu og við ætlum bara að skoða allt. Við erum með 28 menn sem við getum kallað inn, við höfum verið að breikka hópinn mjög markvisst núna undanfarin misseri. Þannig að mjög líklega fara 17 leikmenn með til Noregs,” sagði Guðmundur um hvernig staðan væri á lokahópnum fyrir HM.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira