Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 20:00 Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni. Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15