Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 20:00 Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni. Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent