„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 21:00 Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann. Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þorsteinn Þorsteinsson tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. Fólk geti hreinlega verið með hættuleg sprengiefni, eins og flugelda, inni í stofu hjá sér. Þorsteinn hefur frá árinu 1988 tekið við upplýsingum um þau mörgu tjón sem hafa átt sér stað um áramótin af völdum flugelda. Hann fagnar þeirri breyttu umræðu sem er í gangi núna um notkun skotefnanna. „Það eftirminnilegast sem ég hef séð er þegar flugeldasalan í Hveragerði brann. Gríðarlega mikill eldur og mikið af sprengiefni sem var þar inni. Það var mikil almannahætta en sem betur varð ekkert manntjón þar,“ segir hann. Hann segir ýmiskonar smábruna samt lang algengustu tjónin. Þá að flugeldar fari í hús eða fólk og jafnvel brenni föt. Hann segir samt áhyggjuefni að ekki sé borin næg virðing fyrir hættunni sem geti fylgt flugeldum. „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð. Í atvinnulífinu er það þannig ef þú ert að meðhöndla sprengiefni þá þarft þú að hafa sérstakt leyfi og gæta efnanna með sérstökum hætti og þú þarft að nota þau með sérstökum fyrirskrifuðumhætti,“ bendir hann á. Hann bendir á að fólk geymi flugelda, sem eru sprengiefni, oft bara inni í stofu eða jafnvel í heilt ár úti í bílskúr. „Það verður að brýna það fyrir fólki að það er dauðans alvara að meðhöndla þetta rangt,“ segir hann.
Flugeldar Tengdar fréttir Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37 Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill breyta reglum um sölu flugelda Á bilinu 45-46 prósent Íslendinga vilja óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda. 28. desember 2018 14:37
Dæmi um að hundar hlaupi fyrir bíla vegna flugelda Matvælastofnun gaf í dag út tilkynningu þar sem dýraeigendur eru minntir á að huga vel að dýrum sínum í aðdraganda áramótanna sökum flugeldaskota sem fylgja því þegar nýtt ár gengur í garð. Gæludýra- og hesteigendur eru sérstaklega hvattir til þess að gera ráðstafanir til þess að gera dýrum sínum lífið sem bærilegast meðan flugeldahríðin stendur yfir. 28. desember 2018 20:14