Sögulegar en umdeildar kosningar í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 08:24 Starfsmenn kjörstjórnar í Kinshasa undirbúa kosningavél. AP/Jerome Delay Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust. Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust.
Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira