Merkustu fornleifafundir ársins 2018 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 11:00 Fornleifaárið 2018 var viðburðaríkt! Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern
Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53