Náðu að nema dularfullar útvarpsbylgjur í geimnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 23:24 Flestir telja að útvarpsbylgjurnar megi rekja til kröftugs atburðar í annarri stjörnuþoku. Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum. Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kanadískir vísindamenn náðu að nema útvarpsbylgjur síðastliðið sumar sem bárust handan vetrarbrautar okkar. Vísindamennirnir hafa birt niðurstöðu sína í vísindatímaritinu Nature en til að nema þessar útvarpsbylgjur notuðust þeir við risastórt apparat sem hefur fengið nafnið CHIME sem er staðsett í Okanagan dal í Kanada. Útvarpsbylgjurnar voru í 1,5 milljarða ljósára fjarlægð þegar vísindamennirnir fundu þær en uppruni þeirra er enn á huldu. Eru þó flestir sammála um að uppruna þeirra megi rekja til kröftugs atburðar, til að mynda öflugrar sprengingar í annarri stjörnuþoku. Shriharsh Tendulkar, stjarneðlisfræðingur við McGill-háskólann og einn af höfundum greinarinnar sem birtist í Nature, sagði í samtali við fjölmiðla að bylgjurnar hafi verið afar kröftugar en eins og áður segir, uppruni þeirra óljós. Þeir sem fjallað hafa um þessa rannsókn benda á að það sé fremur algengt að útvarpsbylgjur myndist í geimnum og að sólin sendi stöðugt slíkar bylgjur um sólkerfi okkar. Önnur fyrirbæri geri það einnig í alheiminum, þar á meðal svarthol. Sú kenning sem hefur hlotið mestan meðbyr varðandi þessa rannsókn kanadísku vísindamannanna er að útvarpsbylgjurnar hafi myndast vegna sprengingar nifteindastjörnu. Er um að ræða stjörnu sem talin er hafa fallið saman með þyngdarhruni þannig að næstum allt efnið hefur þjappast saman í nifteindir. Margir hafa þó verið snöggir til og bent á að mögulega séu þessar útvarpsbylgjur að berast frá geimverum. Tendulkar segir við fjölmiðla að hann hafi skilning fyrir slíkum tilgátum en til séu mun einfaldari útskýringar á þessu fyrirbæri en að það berist frá framandi samfélagi vera í geimnum.
Geimurinn Kanada Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira