Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson spilaði fyrir FH á síðasta stórmóti en er nú atvinnumaður hjá Sävehof. vísir/vilhelm Markvarsla íslenska landsliðsins í handbolta hefur verið gagnrýnd í aðdraganda HM eins og stundum áður. Ágúst Elí Björgvinsson fer ekkert í felur með frammistöðu hans og kollega sinna í síðustu leikjum og veit að þeir þurfa að detta í gírinn á föstudaginn þegar að HM hefst hjá Íslandi á móti Króatíu. „Við erum ekki að spila nógu vel. Það er ekkert leyndarmál. Við vitum það best sjálfir og þurfum ekkert að lesa Moggann til að vita það. Þetta er bara kerfi sem við þurfum að komast inn í eins og aðrir leikmenn. Það eru ákveðnar reglur í þessu og ákveðið traust sem þarf að byggja upp með öðrum leikmönnum,“ segir Ágúst Elí. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki sem við getum lært af og vonandi förum við bara með hærri prósentu og betri tilfinningu inn í mótið. Það væri gott að troða þessum fallega sokk upp í marga en við þurfum bara að standa okkur og vera fyrir boltanum.“ Ágúst Elí spilar með Savehof í Svíþjóð eftir frábær ár með uppeldisfélagi sínu FH þar áður. Frammistaða hans í Olís-deildinni á síðustu leiktíð skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári síðan sem var hans fyrsta stórmót. Mótið var ekkert sérstaklega eftirminnilegt fyrir íslenska liðið sem fór heim eftir riðlakeppnina en Ágúst dældi inn á reynslubankann. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina núna,“ segir Ágúst Elí. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Markvarsla íslenska landsliðsins hefur verið gagnrýnd HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Markvarsla íslenska landsliðsins í handbolta hefur verið gagnrýnd í aðdraganda HM eins og stundum áður. Ágúst Elí Björgvinsson fer ekkert í felur með frammistöðu hans og kollega sinna í síðustu leikjum og veit að þeir þurfa að detta í gírinn á föstudaginn þegar að HM hefst hjá Íslandi á móti Króatíu. „Við erum ekki að spila nógu vel. Það er ekkert leyndarmál. Við vitum það best sjálfir og þurfum ekkert að lesa Moggann til að vita það. Þetta er bara kerfi sem við þurfum að komast inn í eins og aðrir leikmenn. Það eru ákveðnar reglur í þessu og ákveðið traust sem þarf að byggja upp með öðrum leikmönnum,“ segir Ágúst Elí. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki sem við getum lært af og vonandi förum við bara með hærri prósentu og betri tilfinningu inn í mótið. Það væri gott að troða þessum fallega sokk upp í marga en við þurfum bara að standa okkur og vera fyrir boltanum.“ Ágúst Elí spilar með Savehof í Svíþjóð eftir frábær ár með uppeldisfélagi sínu FH þar áður. Frammistaða hans í Olís-deildinni á síðustu leiktíð skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári síðan sem var hans fyrsta stórmót. Mótið var ekkert sérstaklega eftirminnilegt fyrir íslenska liðið sem fór heim eftir riðlakeppnina en Ágúst dældi inn á reynslubankann. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina núna,“ segir Ágúst Elí. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.Klippa: Markvarsla íslenska landsliðsins hefur verið gagnrýnd
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00