Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:30 Guðmundur Guðmundsson þurfti að taka stórar ákvarðanir í gær. vísir/epa Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00