Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:00 Bjarki Már Elísson brattur í Leifsstöð í morgun. vísir/tom „Skjótt skipast veður í lofti. Maður átti ekki alveg von á þessu,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, en hann var mættur ásamt íslenska liðinu í Leifsstöð í morgun þaðan sem það flaug svo til München á HM 2019. Eðlilega átti Bjarki ekki von á því að fara með enda var hann ekki einu sinni valinn í 20 manna æfingahóp íslenska liðsins. Guðmundur Guðmundsson vildi taka ákvörðun strax í valinu á milli hans og Stefáns Rafns Sigurmannssonar og var sá síðarnefndi fyrir valinu. En, hlutirnir gerast hratt. Guðjón Valur Sigurðsson, stálmaðurinn sem hefur farið á hvert einasta stórmót með Íslandi frá árinu 2000, er meiddur og þá var hringt í Bjarka sem var hafnað fyrir jól en er nú mættur með Íslandi á HM. „Ég var alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst. Ég þekki það af eigin reynslu enda verið í atvinnumennskunni lengi. Meiðsli geta komið þegar að maður býst síst við þeim. Ég var alltaf klár þegar og ef kallið kæmi en ég var ekkert að búast við því,“ segir Bjarki Már sem var þó ekki vongóður lengi vel.Bjarki Már Elísson átti ekki að fara á HM í desember en er nú mættur.Vísir/GettyÉg er nógu góður „Þegar að Gummi hringir í mig og segir að maður sé ekki í hópnum reiknar maður ekki með því að fara en svo fékk maður boð um að fara til Noregs og þá gerði maður sér smá vonir,“ segir Bjarki. „Ég var samt eiginlega alveg viss um að ég væri ekki að fara en síðan kemur þetta upp með Gauja og eins manns dauði er annars brauð. Ég er glaður með að fara en þetta er leiðinlegt fyrir Guðjón.“ Íþróttaheimurinn getur verið skrítinn. Bjarki Már var búinn að fá rautt ljós á HM-drauminn frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni en tveimur vikum síðan er hann mættur í myndatöku með þjálfaranum á leiðinni til München. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki.Guðjón Valur Sigurðsson er ekki með að þessu sinni vegna meiðsla.Vísir/EPALátum nú verkin tala Bjarki Már og Stefán Rafn hafa allan sinn feril þurft að vera á eftir Guðjóni Val í goggunarröðinni eins og fleiri menn enda Guðjón verið í landsliðinu og í fremstu röð í 20 ár. Þeir hafa alltaf talið sig nógu góða í samkeppninni við hvorn annan og nú fá þeir heldur betur tækifæri til að sýna sig í fjarveru fyrirliðans. „Nú er nóg komið af því að tala um þetta og komið að því að sýna sig. Nú látum við bara verkin tala. Ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig það kemur út. Ég treysti okkur báðum til að spila,“ segir Bjarki. „Stefán er frábær leikmaður og ég er að spila á háu leveli líka. Nú er bara að láta kné fylgja kviði. Við höfum báðir spilað vel þegar að við höfum fengið mínútur í síðustu verkefnum. Við verðum bara að halda því áfram,“ segir Bjarki Már Elísson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Skjótt skipast veður í lofti. Maður átti ekki alveg von á þessu,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, en hann var mættur ásamt íslenska liðinu í Leifsstöð í morgun þaðan sem það flaug svo til München á HM 2019. Eðlilega átti Bjarki ekki von á því að fara með enda var hann ekki einu sinni valinn í 20 manna æfingahóp íslenska liðsins. Guðmundur Guðmundsson vildi taka ákvörðun strax í valinu á milli hans og Stefáns Rafns Sigurmannssonar og var sá síðarnefndi fyrir valinu. En, hlutirnir gerast hratt. Guðjón Valur Sigurðsson, stálmaðurinn sem hefur farið á hvert einasta stórmót með Íslandi frá árinu 2000, er meiddur og þá var hringt í Bjarka sem var hafnað fyrir jól en er nú mættur með Íslandi á HM. „Ég var alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst. Ég þekki það af eigin reynslu enda verið í atvinnumennskunni lengi. Meiðsli geta komið þegar að maður býst síst við þeim. Ég var alltaf klár þegar og ef kallið kæmi en ég var ekkert að búast við því,“ segir Bjarki Már sem var þó ekki vongóður lengi vel.Bjarki Már Elísson átti ekki að fara á HM í desember en er nú mættur.Vísir/GettyÉg er nógu góður „Þegar að Gummi hringir í mig og segir að maður sé ekki í hópnum reiknar maður ekki með því að fara en svo fékk maður boð um að fara til Noregs og þá gerði maður sér smá vonir,“ segir Bjarki. „Ég var samt eiginlega alveg viss um að ég væri ekki að fara en síðan kemur þetta upp með Gauja og eins manns dauði er annars brauð. Ég er glaður með að fara en þetta er leiðinlegt fyrir Guðjón.“ Íþróttaheimurinn getur verið skrítinn. Bjarki Már var búinn að fá rautt ljós á HM-drauminn frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni en tveimur vikum síðan er hann mættur í myndatöku með þjálfaranum á leiðinni til München. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki.Guðjón Valur Sigurðsson er ekki með að þessu sinni vegna meiðsla.Vísir/EPALátum nú verkin tala Bjarki Már og Stefán Rafn hafa allan sinn feril þurft að vera á eftir Guðjóni Val í goggunarröðinni eins og fleiri menn enda Guðjón verið í landsliðinu og í fremstu röð í 20 ár. Þeir hafa alltaf talið sig nógu góða í samkeppninni við hvorn annan og nú fá þeir heldur betur tækifæri til að sýna sig í fjarveru fyrirliðans. „Nú er nóg komið af því að tala um þetta og komið að því að sýna sig. Nú látum við bara verkin tala. Ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig það kemur út. Ég treysti okkur báðum til að spila,“ segir Bjarki. „Stefán er frábær leikmaður og ég er að spila á háu leveli líka. Nú er bara að láta kné fylgja kviði. Við höfum báðir spilað vel þegar að við höfum fengið mínútur í síðustu verkefnum. Við verðum bara að halda því áfram,“ segir Bjarki Már Elísson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00