Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:30 Haukur Þrastarson er yngsti leikmaður HM-hóps Guðmundar Guðmundssonar en hann byrjar þó mótið fyrir utan hóp. mynd/heimasíða ehf Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. Kynslóðarskiptin hafa staðið í nokkur ár en að þessu sinni tekur Guðmundur Guðmundsson risaskref í átt að því að búa til framtíðarlið. Meiðsli á lokakaflanum sáu til þess að skrefið var enn stærra en hann ætlaði sér. Ísland á hinsvegar margra mjög efnilega leikmenn og fullt af þeim fá að reyna sig í djúpu lauginni á næstu vikum. Þegar íslenska landsliðið keppti á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir fjórum árum síðan þá var meðalaldur liðsins rétt undir þrítugu. Á heimsmeistaramótinu sem hefst í vikunni teflir Ísland fram næstum því sex árum yngra liði og sex stórmótanýliðum. Meðalaldur sautján manna hóps Guðmundar á HM í Þýskalandi og Danmörku er aðeins 24,1 ár. Þetta verður fjórða stórmótið í röð þar sem meðalaldur liðsins lækkar. Meðalaldurinn hefur farið úr 29,8 árum á HM 2015, niður í 29,1 ár á EM 2016, þaðan í 27,6 ár á HM 2017, hann var 27,1 ár á EM í fyrra og er síðan aðeins 24,1 ár á þessu HM. Þetta er fyrsta stórmót Guðmundar síðan á Ólympíuleikunum í London og þá var hann heldur betur með öðruvísi hóp þegar kemur að aldursbili leikmanna. Meðalaldur hópsins í London var 30,8 ár en tíu af fjórtán leikmönnum þessa liðs voru þá orðnir þrítugir og Aron Pálmarsson, þá langyngsti leikmaður liðsins, var þá sá eini sem var ekki orðinn 25 ára. 93 prósent leikmanna hóps Guðmundar fyrir sex og hálfu ári voru því 25 ára eða eldri en á mótinu í ár eru 65 prósent leikmanna Guðmundar aftur á móti yngri en 25 ára. Guðmundur fer með mjög ungt lið og það sést vel í samanburði við tvö liða á tveimur af stærstu kynslóðarskiptum íslenska landsliðsins. Þetta voru liðin sem fóru á ÓL 1984 annarsvegar og svo á HM 2005 hinsvegar. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 tók Bogdan Kowalczyk kynslóðin við í landsliðinu en það var fyrsta stórmót handboltalandsliðsins frá HM í Danmörku 1978. Allir nema tveir í hópnum 1984 (Þorbergur Aðalsteinsson og Bjarni Guðmundsson) höfðu enga reynslu af stórmótum en meðalaldur liðsins náði engu að síður 25,5 árum. Guðmundur Guðmundsson var þá leikmaður íslenska landsliðsins og á sínu fyrsta stórmóti. Meðalaldurinn á HM í Túnis 2005, þar sem kannski grunnurinn var lagður af silfurliðinu á Ól í Peking, voru sjö nýliðar á stórmótum og meðalaldur liðsins var 25,6 ár. Bæði þessi miklu kynslóðarlið voru því með mun hærri meðalaldur en lið Guðmundar á HM 2019. Hér fyrir neðan má sjá hvernig meðalaldur íslenska landsliðsins hefur hrunið niður á undanförnum stórmótum liðsins.Elvar Örn Jónsson er einn af ungu leikmönnum liðsins en hann er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Guðmundi og er líklegur byrjunarliðsmaður á HM 2019.Mynd/Instagram/hsi_icelandÞróun meðalaldurs íslenska landsliðshópsins á síðustu stórmótumHM í Þýskalandi og Danmörku 2019 - 24,1 ár Tveir leikmenn yfir þrítugu Ellefu leikmenn undir 25 áraElstur: Björgvin Páll Gústavsson (33 ára)Yngstur: Haukur Þrastarson (17 ára)EM í Króatíu 2018 - 27,1 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Sex leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (38 ára)Yngstur: Ýmir Örn Gíslason (20 ára)HM í Frakklandi 2017 - 27,6 ár Fimm leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (37 ára)Yngstur: Ómar Ingi Magnússon (19 ára)EM í Póllandi 2016 - 29,1 ár Átta leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Guðjón Valur Sigurðsson (36 ára)Yngstur: Guðmundur Hólmar Helgason (23 ára)HM í Katar 2015 - 29,8 ár Níu leikmenn yfir þrítugu Tveir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (37 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (24 ára)EM í Danmörku 2014 - 28,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fjórir leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (36 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (23 ára)HM á Spáni 2013 - 27,6 ár Sjö leikmenn yfir þrítugu Fimm leikmenn undir 25 áraElstur: Sverre Andreas Jakobsson (35 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)ÓL í London 2012 - 30,8 ár Tíu leikmenn yfir þrítugu Einn leikmaður undir 25 áraElstur: Ólafur Stefánsson (39 ára)Yngstur: Aron Pálmarsson (22 ára)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira