Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 09:02 Hvarf Önnu-Elisabethar er fyrirferðamikið á forsíðum norsku miðlanna. Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11