Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:15 Guðjón Valur Sigurðsson. Getty/ Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson missir af fyrsta stórmótinu í tvo áratugi og þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson eru allir HM-hópi íslenska handboltalandsliðsins sem var valinn í dag. Haukur Þrastarson fer út sem sautjándi maður. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í dag HM-hópinn sinn en íslenska liðið spilar á föstudaginn sinn fyrsta leik á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku. . Guðmudur byrjaði blaðamannafundinn á því að tilkynna það að hann hafi þurft að gera tvær breytingar á lokahópnum rétt fyrir fundinn. Aron Rafn Eðvarðsson og Guðjón Valur Sigurðsson duttu báðir út á síðustu stundu. Liðin mega vera með sextán leikmenn í hóp en Guðmundur ákvað að velja einn varamann og fer því með sautján leikmenn út til Þýskalands. Haukur Þrastarason fer út sem sautjándi maður. Guðmundur var búinn að gera ýmsar breytingar á tuttugu manna hópnum sem hann valdi á milli jóla og nýárs en alls hafði hann úr 28 manna lista að velja. Íslenska landsliðið spilaði fimm leiki í lokaundirbúningi sínum fyrir HM, tvo heimaleiki á móti Barein og svo þrjá leiki á æfingamóti í Noregi þar sem íslenska landsliðið náði öðru sætinu. Sex leikmenn sem spiluðu á æfingamótinu í Noregi um síðustu helgi komust ekki í HM-hópinn en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur), Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason. Á mótinu í Noregi þá fór Guðjón Valur Sigurðsson útaf meiddur á hné og í dag kom í ljós að hann er ekki leikfær. Hann hefur verið með á öllum stórmótum frá og með EM 2000 í Króatíu. Guðmundur var líka með þrjá markmenn á mótinu í Noregi en fer bara með tvo markmenn á HM. Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og fer ekki með.Hópur íslenska landsliðsins á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Ágúst Elí BjörgvinssonVinstra horn: Bjarki Már Elísson Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson (17. maður)Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Örn EinarssonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonÞessir leikmenn duttu út (Voru með á Noregsmótinu): Aron Rafn Eðvarðsson (meiddur) Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur) Heimir Óli Heimisson Janus Daði Smárason Óðinn Þór Ríkharðsson Rúnar Kárason HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson missir af fyrsta stórmótinu í tvo áratugi og þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson eru allir HM-hópi íslenska handboltalandsliðsins sem var valinn í dag. Haukur Þrastarson fer út sem sautjándi maður. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í dag HM-hópinn sinn en íslenska liðið spilar á föstudaginn sinn fyrsta leik á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku. . Guðmudur byrjaði blaðamannafundinn á því að tilkynna það að hann hafi þurft að gera tvær breytingar á lokahópnum rétt fyrir fundinn. Aron Rafn Eðvarðsson og Guðjón Valur Sigurðsson duttu báðir út á síðustu stundu. Liðin mega vera með sextán leikmenn í hóp en Guðmundur ákvað að velja einn varamann og fer því með sautján leikmenn út til Þýskalands. Haukur Þrastarason fer út sem sautjándi maður. Guðmundur var búinn að gera ýmsar breytingar á tuttugu manna hópnum sem hann valdi á milli jóla og nýárs en alls hafði hann úr 28 manna lista að velja. Íslenska landsliðið spilaði fimm leiki í lokaundirbúningi sínum fyrir HM, tvo heimaleiki á móti Barein og svo þrjá leiki á æfingamóti í Noregi þar sem íslenska landsliðið náði öðru sætinu. Sex leikmenn sem spiluðu á æfingamótinu í Noregi um síðustu helgi komust ekki í HM-hópinn en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur), Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason. Á mótinu í Noregi þá fór Guðjón Valur Sigurðsson útaf meiddur á hné og í dag kom í ljós að hann er ekki leikfær. Hann hefur verið með á öllum stórmótum frá og með EM 2000 í Króatíu. Guðmundur var líka með þrjá markmenn á mótinu í Noregi en fer bara með tvo markmenn á HM. Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og fer ekki með.Hópur íslenska landsliðsins á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Ágúst Elí BjörgvinssonVinstra horn: Bjarki Már Elísson Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson (17. maður)Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Örn EinarssonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonÞessir leikmenn duttu út (Voru með á Noregsmótinu): Aron Rafn Eðvarðsson (meiddur) Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur) Heimir Óli Heimisson Janus Daði Smárason Óðinn Þór Ríkharðsson Rúnar Kárason
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti