Hverjir hljóta náð fyrir augum Guðmundar? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. janúar 2019 12:00 Guðmundur liggur örugglega enn yfir valinu. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnir á blaðamannafundi klukkan 15, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi, hvaða leikmenn fara á HM í Þýskalandi á morgun. Vísir rýnir í möguleika leikmanna á sæti í hópnum. Guðmundur mun tilkynna sextán manna hóp en fastlega er búist við því að hann taki sautján leikmenn með sér út. Einhver þarf að taka að sér að byrja upp í stúku. Það er nokkuð ljóst að markverðirnir verða tveir að mati íþróttadeildar. Náttúruhamfarir munu ekki hrófla við því að Björgvin Páll Gústavsson fer út. Aron Rafn Eðvarðsson var nokkuð öruggur með sitt sæti en innkoma Ágústar Elí á dögunum gæti breytt þeim plönum.Kemur markvarðarval á óvart? Guðmundur kom á óvart til að mynda í markvarðarmálum sínum fyrir ÓL 2008 er hann tók ungan Björgvin Pál inn í liðið. Sú ákvörðun reyndist ansi góð svo ekki sé meira sagt. Hann gæti freistast til þess að veðja aftur á óreyndan mann. Ágúst Elí fór með á síðasta mót og er því ekki alveg blautur á bak við eyrun í stórmótabransanum. Ágúst Elí gæti þess vegna farið með sem sautjándi maður og sett pressu á hina tvo. Þegar þetta er ritað hefur ekkert fengist staðfest um meiðsli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem var í ómskoðun í gær. Tveir vinstri hornamenn fara út sama hvort Guðjón getur spilað eður ei. Ef Guðjón er ekki tilbúinn þá kemur Bjarki Már Elísson inn. Stefán Rafn hefur svo verið veikur og ef bæði hann og Guðjón eru ekki alveg heilir heilsu þá gæti Bjarki líka farið með. Annað hvort sem hluti af sextán manna hóp eða sem sautjándi maður. FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru pottþéttir í hópinn. Við veðjum einnig á að Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fari út.Hvað með Hauk Þrastar? Janus Daði Smárason mun væntanlega þurfa að bíta í það súra epli að vera heima að þessu sinni. Margir vildu sjá hinn unga og stórefnilega Hauk Þrastarson fara með. Jafnvel sem sautjánda mann en það virðist vera hans eini möguleiki eins og staðan er núna. Öxlin hefur verið að plaga Gísla Þorgeir og því gæti ekki verið vitlaust að taka Hauk með út. Ómar Ingi Magnússon er með öruggt sæti hægra megin en það fréttist af Teiti Erni Einarssyni á æfingu liðsins í gær. Væntanlega þar sem þjálfararnir voru ekki nógu ánægðir með frammistöðu Rúnars Kárasonar í Noregi. Hann er því ekki alveg öruggur með sitt sæti þó svo hann fari líklega með. Við veðjum á tvo hægri hornamenn. Arnór Þór á þá stöðu en Sigvaldi Guðjónsson hefur komið mjög sterkur inn og sett pressu á Arnór. Hann hefur unnið inn fyrir sætinu. Nefbrotinn Arnar Freyr Arnarsson mun fara í slagsmálin á línunni og Ýmir Örn Gíslason mun leysa hann af þar ásamt því að taka á því í vörninni. Við spáum því að Heimir Óli Heimisson nái ekki inn að þessu sinni. Varnarmennirnir Daníel Þór Ingason og Ólafur Gústafsson fara einnig með liðinu að því við spáum.16-manna hópurinn að mati Vísis:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Aron Rafn Eðvarðsson - 80% líkur Ágúst Elí Björgvinsson - 20% líkurVinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (ef heill heilsu) Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir KristjánssonHægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Rúnar KárasonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVörn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonKoma til greina sem sautjándi maður: Markvörður (Aron Rafn eða Ágúst Elí) Bjarki Már Elísson Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira