25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Nancy Kerrigan og Tonya Harding. Vísir/Getty Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019 Ólympíuleikar Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019
Ólympíuleikar Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira