Miðja jarðskjálftans varð um 173 kílómetra frá borginni Ternate í Molucca-eyjaklasanum sem liggur við Norður-Malukueyju. Upptökin voru á um 60 kílómetra dýpi. Engar fréttir hafa borist af mannfalli vegna skjálftans.
Skammt er síðan að eldgos í eldfjallaeyjunni Anak Krakatau olli fljóðbylgju á Súmötru og Jövu, tveggja af þekktustu eyjum Indónesíu.
Flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) segir á vefsvæði sínu að ekki sé talið að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum.
Fréttin hefur verið uppfærð.