Handboltastrákar sóttu tugi trjáa hjá Vesturbæingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“ Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira