Konur þurft að búa mánuðum saman í athvarfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:30 Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira