Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 10:30 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan. Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan.
Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44