Ekkert eftirlit með hjálækningum Sveinn Arnarsson skrifar 5. janúar 2019 07:36 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira