Ekkert eftirlit með hjálækningum Sveinn Arnarsson skrifar 5. janúar 2019 07:36 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira