Laus við lyfjakokteilinn eftir að hún missti fimmtíu kíló Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 21:45 Sólveig léttist um fimmtíu kíló en hún segir vegferðina ekki hafa verið auðvelda. Skjáskot/Stöð 2 Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
Fyrir fimm árum var Sólveig Sigurðardóttir offitusjúklingur og öryrki sem þurfti að taka inn stóran lyfjakokteil á hverjum degi. Viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag árið 2012 vakti hana til lífsins og í dag er hún fimmtíu kílóum léttari og laus við lyfin. Rætt var við Sólveigu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Hún segir að umrætt viðtal, sem fjallaði um líkamsrækt og heilbrigt líferni, hafi verið það sem þurfti til að koma henni af stað. „En þetta var ekki svo auðvelt samt, að koma sér að verki.“Segir stjúpafa hafa brotið á sér í æsku Sólveig rekur upphaf erfiðleikanna til kynferðisofbeldis sem hún var beitt í æsku. Hún segir stjúpafa sinn hafa ítrekað brotið á sér þegar hún var um tíu ára. „Það er eitthvað sem kemur svo síðarmeir. Þegar ég fór að hugsa sko, af því að þetta var leyndarmál sem ég átti svo lengi alein, og sá sem braut á mér var farinn til himnaríkis og ég sat ein uppi með skömmina.“Hér má sjá Sólveigu áður en hún léttist (t.v.) en myndirnar voru sýndar í þættinum í kvöld.Skjáskot/Stöð 2Sólveig var 25 ára þegar hún sagði fyrst frá ofbeldinu. Hún hélt þó áfram að bæla tilfinningar sínar niður og notaði mat sem deyfilyf. „Ég notaði matinn til að hefna mín á sjálfri mér og líka til að gleðjast. Þannig að það var alltaf svo stór partur að vera að borða.“Kílóin bara aukaverkun Þá var Sólveig greind með MS-sjúkdóminn og henni tjáð að hún myndi fljótlega þurfa að nota hjólastól. Hún fékk einnig vefjagigt og rósaroða og á tímabili tók hún inn fjölbreyttan lyfjakokteil á degi hverjum. Þannig hafi hún þurft að sprauta sig einu sinni í viku með MS-lyfjum sem framkölluðu mikla þreytu. Hún tók lyf til að vinna bug á þreytunni, svefntöflur til að sofna á kvöldin, sterk verkjalyf og tuggði tuggutöflur á næturna vegna bakflæðis. Í dag er hún hins vegar alveg lyfjalaus.Úr þætti kvöldsins. Sólveig greiddi sjálf 700 þúsund krónur fyrir aðgerð á kvið, sem hún segir hafa lafað niður á mið læri eftir að hún léttist.Skjáskot/Stöð 2„Þetta var algjör vítahringur. Það er það sem ég segi í dag þegar fólk spyr: Hvað ertu búin að missa mörg kíló? Ég segi alltaf: Heilsan er svo allt önnur. Kílóin voru bara einhver aukaverkun sem fóru, að eignast aftur heilbrigt líf er kraftaverk. Og í dag er það eina sem ég tek, lyfjalega séð, D-vítamín.“ Sólveig tekur þó fram að hún sé ekki læknuð heldur nái hún að halda sjúkdómunum niðri. „Í dag er ég í líkamsrækt fimm sinnum í viku. Ég reyni að borða eins hollan og góðan mat og ég get, reyni að elda minn mat frá grunni og ég ber allt öðruvísi virðingu fyrir mat í dag, og sjálfri mér.“Horfa má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira