Aldraðir eiga að borða fitu, prótein og orkuríka fæðu að sögn næringarfræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 12:18 Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía. Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía.
Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira