UN Women: Umræða um kynbundið ofbeldi bar hæst á árinu Heimsljós kynnir 4. janúar 2019 11:15 „MeToo byltingin hefur svo sannarlega opnað umræðuna um kynbundið ofbeldi gegn konum og stendur óneitanlega upp úr þegar litið er til árangurs í jafnréttismálum á árinu,“ segir í áramótagrein UN Women á Íslandi. Þar segir að byltingin hafi átt sér stað um allan heim, hún fari til dæmis fram í Egyptalandi undir nafninu #AnaKaman og í Tyrklandi sem #SendeAnlat. „Hún hefur hleypt af stað háværri umræðu um kynferðislega misnotkun og ýtt valdamiklum körlum frá stjórnborðinu á sviði stjórnmála, skemmtanaiðnaðar og fjölmiðlunar. Umræðan þrýstir um leið á ríkisstjórnir heimsins og stjórnir stórfyrirtækja við að breyta stefnum, gildum og þeirri ómenningu sem fengið hefur að viðgangast hingað til,“ segir í greininni. Af markverðum sigrum í jafnréttisbaráttunni á árinu eru friðarverðlaun Nóbels nefnd til sögunnar en þau hlutu Jasídakonan Nadia Murad og læknirinn Denis Mukwege frá Lýðræðilega lýðveldinu Kongó. „Murad var handsömuð af liðsmönnum Íslamska ríkisins í ágúst 2014 og hneppt í kynlífsánauð í borginni Mosul. Denis Mukwege stofnaði 1999 Panzi sjúkrahúsið í austurhluta Kongó og starfrækir enn, þar sem þúsundir kvenna hafa leitað aðhlynningar eftir nauðganir vígamanna á svæðinu. Þau hafa bæði barist ötullega gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi í stríði.“ Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, leiddi til fjölmargra byltinga á götum úti, segir í grein UN Women. Þar kemur fram að fimm milljónir spænskra femínista hafi flykkst út á götur Madridar og mótmæltu kynbundnu ofbeldi og eitraðri karlmennsku undir slagorðinu „Without Women the World Stops“. Mótmælagöngur hafi líka víða verið farnar í Bandaríkjunum, í Argentínu, Síle og Suður-Afríku þar sem marserað var undir formerkjum #TotalShutdown. Í Túnis var gengið og krafist jafns erfðaréttar karla og kvenna og í Tælandi fór netbyltingin #DontTellMeHowtoDress eins og eldur um sinu samfélagsmiðla. „Kona að nafni Stacey Cunningham mölbraut glerþak Kauphallarinnar í New York á árinu er hún varð fyrst kvenna til að gegna starfi forstjóra. Því ber að fagna þrátt fyrir að það hafi ekki tekið nema 226 ár. Holly Ridings var valin fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra NASA auk þess sem hin kanadíska Donna Strickland hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrst kvenna í 55 ár en áður höfðu eingöngu Marie Curie (1903) og Maria Goeppert-Mayer (1963) hlotið Nóbel áður. Konur ruddu sér víða til rúms í stjórnmálum á árinu. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tók fæðingarorlof á árinu og varð jafnframt fyrsti þjóðarleiðtogi heims til að gera slíkt. Kynjahlutföll á þingi eru jöfnust í Rúanda, svo Kúbu, því næst Bólivíu svo Mexíkó sem komst óvænt á listann og tók fjórða sætið á árinu. Í Rúmeníu, Trinidad og Tobago, Barbados og Eþíópíu fögnuðu landsmenn einnig sínum fyrstu kvenþjóðarleiðtogum á árinu. Ýmsar lagabreytingar í átt að bættum heimi kvenna og stúlkna áttu sér einnig stað á árinu. Í Marokkó voru ný lög samþykkt sem kveða á um þyngri dóma á þeim sem beita ofbeldi gegn konum. Í Palestínu hafa lög verið afturkölluð sem koma í veg fyrir að nauðgarar verði dæmdir fyrir nauðgun ef þeir giftast þolendanum. Bæði sænska og spænska þingið samþykktu lög á árinu sem kveða á um að óheimilt er að stunda kynlíf með manneskju sem ekki hefur veitt skýrt samþykki. Ef skýrt samþykki liggur ekki fyrir er um nauðgun að ræða. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði á árinu að kynlíf samkynhneigðra verði ekki lengur glæpsamlegt þar í landi og síðast en ekki síst leiddi Nýja Sjáland í lög sérstakt veikindaleyfi fyrir fólk sem hefur búið við heimilisofbeldi. Fólk fær tíu daga leyfi sem á að gera því kleift að fara frá maka sínum, finna sér nýtt heimili og til að vernda sig og börn sín.“ Landsnefnd UN Women þakkar í lok greinarinnar landsmönnum innilega fyrir stuðninginn á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
„MeToo byltingin hefur svo sannarlega opnað umræðuna um kynbundið ofbeldi gegn konum og stendur óneitanlega upp úr þegar litið er til árangurs í jafnréttismálum á árinu,“ segir í áramótagrein UN Women á Íslandi. Þar segir að byltingin hafi átt sér stað um allan heim, hún fari til dæmis fram í Egyptalandi undir nafninu #AnaKaman og í Tyrklandi sem #SendeAnlat. „Hún hefur hleypt af stað háværri umræðu um kynferðislega misnotkun og ýtt valdamiklum körlum frá stjórnborðinu á sviði stjórnmála, skemmtanaiðnaðar og fjölmiðlunar. Umræðan þrýstir um leið á ríkisstjórnir heimsins og stjórnir stórfyrirtækja við að breyta stefnum, gildum og þeirri ómenningu sem fengið hefur að viðgangast hingað til,“ segir í greininni. Af markverðum sigrum í jafnréttisbaráttunni á árinu eru friðarverðlaun Nóbels nefnd til sögunnar en þau hlutu Jasídakonan Nadia Murad og læknirinn Denis Mukwege frá Lýðræðilega lýðveldinu Kongó. „Murad var handsömuð af liðsmönnum Íslamska ríkisins í ágúst 2014 og hneppt í kynlífsánauð í borginni Mosul. Denis Mukwege stofnaði 1999 Panzi sjúkrahúsið í austurhluta Kongó og starfrækir enn, þar sem þúsundir kvenna hafa leitað aðhlynningar eftir nauðganir vígamanna á svæðinu. Þau hafa bæði barist ötullega gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi í stríði.“ Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, leiddi til fjölmargra byltinga á götum úti, segir í grein UN Women. Þar kemur fram að fimm milljónir spænskra femínista hafi flykkst út á götur Madridar og mótmæltu kynbundnu ofbeldi og eitraðri karlmennsku undir slagorðinu „Without Women the World Stops“. Mótmælagöngur hafi líka víða verið farnar í Bandaríkjunum, í Argentínu, Síle og Suður-Afríku þar sem marserað var undir formerkjum #TotalShutdown. Í Túnis var gengið og krafist jafns erfðaréttar karla og kvenna og í Tælandi fór netbyltingin #DontTellMeHowtoDress eins og eldur um sinu samfélagsmiðla. „Kona að nafni Stacey Cunningham mölbraut glerþak Kauphallarinnar í New York á árinu er hún varð fyrst kvenna til að gegna starfi forstjóra. Því ber að fagna þrátt fyrir að það hafi ekki tekið nema 226 ár. Holly Ridings var valin fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra NASA auk þess sem hin kanadíska Donna Strickland hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrst kvenna í 55 ár en áður höfðu eingöngu Marie Curie (1903) og Maria Goeppert-Mayer (1963) hlotið Nóbel áður. Konur ruddu sér víða til rúms í stjórnmálum á árinu. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tók fæðingarorlof á árinu og varð jafnframt fyrsti þjóðarleiðtogi heims til að gera slíkt. Kynjahlutföll á þingi eru jöfnust í Rúanda, svo Kúbu, því næst Bólivíu svo Mexíkó sem komst óvænt á listann og tók fjórða sætið á árinu. Í Rúmeníu, Trinidad og Tobago, Barbados og Eþíópíu fögnuðu landsmenn einnig sínum fyrstu kvenþjóðarleiðtogum á árinu. Ýmsar lagabreytingar í átt að bættum heimi kvenna og stúlkna áttu sér einnig stað á árinu. Í Marokkó voru ný lög samþykkt sem kveða á um þyngri dóma á þeim sem beita ofbeldi gegn konum. Í Palestínu hafa lög verið afturkölluð sem koma í veg fyrir að nauðgarar verði dæmdir fyrir nauðgun ef þeir giftast þolendanum. Bæði sænska og spænska þingið samþykktu lög á árinu sem kveða á um að óheimilt er að stunda kynlíf með manneskju sem ekki hefur veitt skýrt samþykki. Ef skýrt samþykki liggur ekki fyrir er um nauðgun að ræða. Hæstiréttur Indlands úrskurðaði á árinu að kynlíf samkynhneigðra verði ekki lengur glæpsamlegt þar í landi og síðast en ekki síst leiddi Nýja Sjáland í lög sérstakt veikindaleyfi fyrir fólk sem hefur búið við heimilisofbeldi. Fólk fær tíu daga leyfi sem á að gera því kleift að fara frá maka sínum, finna sér nýtt heimili og til að vernda sig og börn sín.“ Landsnefnd UN Women þakkar í lok greinarinnar landsmönnum innilega fyrir stuðninginn á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent