Milljarðamæringahjón rífa einbýli í Fossvogi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2019 06:00 Holan í Haðalandi er djúp því kjallari verður undir húsinu. Fréttablaðið/Stefán Mikil byggingarumsvif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi vekja nú athygli nágranna. Einbýlishúsið sem þar stóð hefur verið rifið og byggja á nýtt hús sem verður nokkuð stærra að flatarmáli. Það eru hjónin Margrét Jóna Gísladóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræðingur sem eiga Haðaland 5 og munu byggja hið nýja hús. Þau Margrét Jóna og Sigurður höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016 samkvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir tæpum þremur mánuðum og unnin var upp úr gögnum vefsíðunnar tekjur.is. Margrét hafði átt 31,25 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík, jafnstóran hlut og tvö systkini hennar. Þau seldu Ögurvík til útgerðarfyrirtækisins Brims á árinu 2016 og þaðan stafa fjármagnstekjurnar. Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í Brautarlandi í Fossvoginum, skammt frá Haðalandi þar sem þau keyptu fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt gögnum sem send voru byggingarfulltrúanum í Reykjavík reyndist vera mikil mygla í Haðalandshúsinu sem nú hefur verið rifið. Ekki var þörf á að grenndarkynna framkvæmdina enda þó nokkur fordæmi komin fyrir stækkun húsa í Fossvogi eftir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi þar. Nýja húsið í Haðalandi á að verða samtals 284 fermetrar með bílageymslu. Eldra húsið var 229 fermetrar með bílskúr. Viðbótin nemur því um 55 fermetrum sem er talsvert minni stækkun en verið hefur í sumum öðrum endurbyggingum í Fossvogi. Samkvæmt teikningu EON arkitekta er hins vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með fullri lofthæð undir húsinu þannig að nýtanlegur gólfflötur þess fer væntanlega yfir 500 fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Mikil byggingarumsvif við lóðina Haðaland 5 í Fossvogi vekja nú athygli nágranna. Einbýlishúsið sem þar stóð hefur verið rifið og byggja á nýtt hús sem verður nokkuð stærra að flatarmáli. Það eru hjónin Margrét Jóna Gísladóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Þ.K. Þorsteinsson vélfræðingur sem eiga Haðaland 5 og munu byggja hið nýja hús. Þau Margrét Jóna og Sigurður höfðu ríflega 3,2 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2016 samkvæmt frétt sem Kjarninn birti fyrir tæpum þremur mánuðum og unnin var upp úr gögnum vefsíðunnar tekjur.is. Margrét hafði átt 31,25 prósenta hlut í útgerðarfélaginu Ögurvík, jafnstóran hlut og tvö systkini hennar. Þau seldu Ögurvík til útgerðarfyrirtækisins Brims á árinu 2016 og þaðan stafa fjármagnstekjurnar. Margrét og Sigurður búa í raðhúsi í Brautarlandi í Fossvoginum, skammt frá Haðalandi þar sem þau keyptu fyrrnefnt einbýlishús. Samkvæmt gögnum sem send voru byggingarfulltrúanum í Reykjavík reyndist vera mikil mygla í Haðalandshúsinu sem nú hefur verið rifið. Ekki var þörf á að grenndarkynna framkvæmdina enda þó nokkur fordæmi komin fyrir stækkun húsa í Fossvogi eftir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi þar. Nýja húsið í Haðalandi á að verða samtals 284 fermetrar með bílageymslu. Eldra húsið var 229 fermetrar með bílskúr. Viðbótin nemur því um 55 fermetrum sem er talsvert minni stækkun en verið hefur í sumum öðrum endurbyggingum í Fossvogi. Samkvæmt teikningu EON arkitekta er hins vegar „óuppfyllt sökkulrými“ með fullri lofthæð undir húsinu þannig að nýtanlegur gólfflötur þess fer væntanlega yfir 500 fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent