Afskráðu ePóst án samþykkis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2019 06:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Vísir/Arnar Halldórsson Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppniseftirlitsins (SKE) áður en dótturfyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dótturfélög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félaginu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Samruni félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sáttinni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækisins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórnendur segja að tapið megi rekja til aukningar í „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00 Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Félag atvinnurekenda telur skilyrði fyrir eins og hálfs milljarðs króna neyðarláni til Íslandspósts vera veik. Frekar ætti að gera óháða úttekt á Póstinum. 6. desember 2018 12:00
Ræða stöðu Íslandspósts Í dag fer fram á Alþingi sérstök umræða um Íslandspóst þar sem Þorsteinn er málshefjandi. 13. desember 2018 06:30