Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2019 18:45 Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús. Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús.
Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira