Ultima Thule minnir á snjókarl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 23:15 Líkist óneitanlega snjókarli. Mynd/Nasa Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er rauðleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára.Geimfarið tók þúsundir mynda af fyrirbærinu og safnaði ýmsum gögnum sem vísindamenn vonast til þess að geti varpað nánari ljósi á fyrirbærið.„Við erum hætt að tala um keilukúluna, þetta er snjókarl ef eitthvað,“ sagði Alan Stern æðsti yfirmaður ferðar New Horizons framhjá Ultima Thule.Talið er að fyrirbærið sé sett saman úr tveimur hnöttum sem fest hafi saman og sagði Stern að þyngdarafl hvors hnattar væri nógu sterkt til þess að viðhalda snertingu þeirra við hvorn annannÞá sýna myndirnar að „hálsinn“ sé ljósari en hinir hlutar fyrirbærisins en þar er talið að lauslegt yfirborðsefni hafi safnast saman. Vonir standa til þess að gögnin sem New Horizons safnaði í grennd við Ultima Thule geti varpað frekari ljósi á þær aðstæður sem voru fyrir hendi í sólkerfinu fyrir um 4,5 milljörðum ára.Von er á myndum í hærri upplausn frá New Horizons í febrúar en það tekur langan tíma fyrir gögnin að berast til jarðar enda New Horizons í gríðarlegri fjarlægð.New Horizons var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó. Sendi það þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er rauðleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára.Geimfarið tók þúsundir mynda af fyrirbærinu og safnaði ýmsum gögnum sem vísindamenn vonast til þess að geti varpað nánari ljósi á fyrirbærið.„Við erum hætt að tala um keilukúluna, þetta er snjókarl ef eitthvað,“ sagði Alan Stern æðsti yfirmaður ferðar New Horizons framhjá Ultima Thule.Talið er að fyrirbærið sé sett saman úr tveimur hnöttum sem fest hafi saman og sagði Stern að þyngdarafl hvors hnattar væri nógu sterkt til þess að viðhalda snertingu þeirra við hvorn annannÞá sýna myndirnar að „hálsinn“ sé ljósari en hinir hlutar fyrirbærisins en þar er talið að lauslegt yfirborðsefni hafi safnast saman. Vonir standa til þess að gögnin sem New Horizons safnaði í grennd við Ultima Thule geti varpað frekari ljósi á þær aðstæður sem voru fyrir hendi í sólkerfinu fyrir um 4,5 milljörðum ára.Von er á myndum í hærri upplausn frá New Horizons í febrúar en það tekur langan tíma fyrir gögnin að berast til jarðar enda New Horizons í gríðarlegri fjarlægð.New Horizons var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó. Sendi það þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
New Horizons flaug framhjá Ultima Thule Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins. 1. janúar 2019 17:32
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Plútófar NASA nálgast sögulegt framhjáflug í ytra sólkerfinu Aldrei áður hefur geimfar frá jörðinni heimsótt eins fjarlægt fyrirbæri og þegar New Horizons þýtur fram hjá Kuiper-smástirninu Ultima Thule á nýársdag. 19. desember 2018 13:41