Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2019 15:15 Flugeldar yfir Kópavogi. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu. Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu.
Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45
„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00