Robert Lewandowski gæti hætt í fótbolta eftir rúm tvö ár en hann hefur sagt að Bayern München gæti orðið hans síðasta félag.
Pólski framherjinn var orðaður við brotthvarf frá Bayern í sumar en hefur sagts vera ánægður í Bayern.
„Eftir að allir þessir orðrómar og vandamál eru úr sögunni þá er ég einbeittur á Bayern,“ sagði Lewandowski við Sport Bild.
„Mér líður vel hér hjá Bayern. Ég veit ekki hvort ég nái að spila á því stigi sem þarf til að vera hjá Bayern undir lokin á ferlinum, en ég væri til í að spila hér þar til ég hætt.“
Samningur Lewandowski er til júní 2021 en þá verður hann að verða 33 ára gamall.
Pólverjinn er búinn að skora 19 mörk í 23 leikjum fyrir Bayern á tímabilinu.
Lewandwoski vill spila út ferilinn hjá Bayern
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti




Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

