Græddi einn og hálfan milljarð á tveggja mínútna bardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 23:30 Floyd "Money“ Mayweather og Tenshin Nasukawa í lok bardagans. Vísir/Getty Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST
Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Í beinni: Stjarnan - Valur | Tímabilið hefst í Ásgarði „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira