Samstarfi hjálparsveita og skógræktar vel tekið Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:15 Skógræktarfólk gróðursetur rótarskot hjálparsveita í sumar. Fréttablaðið/Ernir Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira