Í úrslitaleiknum mætast þeir Michael Smith og Michael van Gerwen en sá síðarnefndi er talinn mun sigurstranglegri fyrir úrslitaleikinn í kvöld.
Hollendingurinn getur nefnilega tryggt sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í kvöld. Hann stóð uppi sem sigurvegari 2014 og 2017 en fór í undanúrslitin í fyrra og vinni hann í kvöld getur bæst í hóp með Phil Taylor en Taylor er eini maðurinn sem hefur þrisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á HM í pílu.
Van Gerwen gerði sér lítið fyrir og gekk frá hinum öfluga Gary Anderson í undanúrslitunum en lokatölur urðu 6-1 eftir að Gerwen hafði komist í 5-0.
Smith hefur ekki komist svona langt áður. Hann er í leit að sínum fyrsta risa titli en Smith tapaði í úrslitaleiknum í úrvalsdeildinni gegn Van Gerwen í maí síðastliðnum.
Saga Smith er ekki eins farsæl í pílunni eins og Van Gerwen en hann mun heldur betur skrifa sig í sögubækurnar takist honum að klára Hollendinginn í kvöld.
Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu sýna frá þessum magnaða leik í kvöld en útsendingin frá Alexander Palace í Lundúnum hefst klukkan 20.00.
This is how I got here.
— Michael Van Gerwen (@MvG180) January 1, 2019
Now I need to do it again.
Tonight is the match we all want to play in.
The World Championship final.
@SkySports pic.twitter.com/iCmqHggnZx
More of this tonight please. Just getting ready now and prepared for my moment and my time to give everything I have to lift this title. https://t.co/mlHguqzb7Q
— Michael Smith (@BullyBoy180) January 1, 2019