Randafluga mjólkar mest allra íslenskra kúa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 19:45 Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla. Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla.
Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira