Greint var frá tíðindunum á Facebook-síðu Boo, þar sem hundurinn var með alls sextán milljónir fylgjenda. Hann var af tegundinni Pomeranian.
Boo hafði margoft komið fram í sjónvarpi og var jafnan kallaður „sætasti hundur í heimi“. Þá hafði einnig verið gefin út bók um hundinn.
Boo og Buddy bjuggu saman í alls ellefu ár. Eigendur Boo, sem búa í Bandaríkjunum, segja hundinn hafa fallið frá í nótt og að sorgin væri mikil. Það væri þó nokkur huggun að vita að Boo finni ekki lengur fyrir óþægindum eða sársauka.