„Þeir eru að drepa okkur“ Andri Eysteinsson skrifar 19. janúar 2019 11:45 Þeir eru að drepa okkur stendur á skilti þessa mótmælanda á Spáni. EPA/ J.M. Garcia Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum. Spánn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Morðin á lögfræðingnum Rebecu Santamalia í gær og kennaranum Lauru Luelmo í desember hafa vakið upp heitar umræður um heimilisofbeldi á Spáni. Forsætisráðherrann spænski, Pedro Sanchez, hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum heitið því að taka á heimilisofbeldi gegn konum í landinu. BBC greinir frá.Lanzarote, Tenerife, Zaragoza, Meco. La #ViolenciaMachista no da tregua. Cuatro mujeres han sido asesinadas en los últimos días en nuestro país. No permitiremos #NiUnPasoAtrás contra la #ViolenciaDeGénero. Todos y todas debemos volcarnos para terminar con este horror. pic.twitter.com/uoEGO5FWGb — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 18, 2019 Santamalia fannst í gær látin á heimili Jose Javier Salvador, dæmds morðingja sem hún hafði varið árið 2003. Salvador var það ár dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni, Patriciu Conte, en hann skaut hana til bana. Salvador hafði verið sleppt úr fangelsi árið 2017 og höfðu þau Santamalia átt í ástarsambandi síðan. Eiginmaður Santamalia hafði lýst eftir henni og við leitina fann lögregla lík hennar. Nokkrum tímum áður en lík Santamalia fannst hafði Salvador svipt sig lífi með því að stökkva fram af brú í bænum Teruel, 150 km frá heimili hans í Zaragoza.Kynbundið ofbeldi gagnrýnt í kjölfar morðanna26 ára gamall kennari, Laura Luelmo, var í desember myrt nærri heimili hennar í Andalúsíu héraði. Luelmo hafði farið út að skokka en skilaði sér aldrei heim. Eftir fimm daga leit fannst lík hennar, hálfnakið. Nágranni Luelmo, hinn fimmtíu ára gamli Bernardo Montoya steig fram og játaði að hafa orðið Luelmo að bana. Montoya var líkt og Salvador dæmdur kvennamorðingi en hann hafði áður myrt konu árið 1995. Málin hafa vakið óhug á Spáni og hafa fjölmargir stjórnmálamenn gagnrýnt harðlega kynbundið ofbeldi sem hefur fengið að grassera í landinu. Sunnarlega á Spáni, í héraðinu Andalúsíu, hefur þó nýr flokkur á héraðsþinginu, Vox, barist gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf. Vox sem hefur einnig barist gegn innflytjendum og réttindum samkynhneigðra hafa oft á tíðum gagnrýnt „öfgafulla“ og „herskáa“ feminista og staðið gegn breytingum á heimilisofbeldislöggjöf þar sem að þeim þykja lögin of hliðholl konum.
Spánn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira