Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:45 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins. Getty Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira