Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. janúar 2019 08:30 Seðlabankinn á mikið málverkasafn en nekt líkt og á meðfylgjandi mynd eftir Gunnlaug Blöndal fær ekki að prýða veggi bankans. Fréttablaðið/Anton Brink Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að fjarlægja alfarið nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal af veggjum Seðlabanka Íslands. Verkin hafa verið sett í geymslu um ókomna tíð eftir að gerð var athugasemd við hina ósæmilegu nekt. Fréttablaðið fjallaði um það síðastliðið sumar að til skoðunar væri með hvaða hætti ætti að bregðast við kvörtun starfsmanns sem var misboðið af málverkunum sem innihalda nekt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli og sitt sýndist hverjum. Nú liggur fyrir niðurstaða þessarar skoðunar og var hún að myndirnar skyldu fjúka. „Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.Stúlka með greiðu. Eitt af verkum Gunnlaugs Blöndal.Í Seðlabanka Íslands er að finna nokkurt safn klassískra myndlistarverka eftir meðal annars marga af meisturum íslenskrar málaralistar. Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er að finna nekt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní gerði starfsmaður athugasemd við myndirnar, taldi þær ósæmilegar og fór fram á að þær yrðu fjarlægðar. Kvörtunin kom í kjölfar mikillar MeToo-umræðu í þjóðfélaginu og var hún tekin föstum tökum af stjórnendum bankans sem settu málið í ferli til að ákveða örlög nektarverkanna. Ljóst er að listunnendur munu margir súpa hveljur yfir morgunkaffinu í dag yfir svörum Stefáns Jóhanns. „Þau eru um þessar mundir í geymslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðra notkun þeirra.“Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.Listamaðurinn og prófessorinn, Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, gagnrýnir það sem hann kallar púrítanastefnu Seðlabankans í þessu máli. „Þá mætti alveg eins pakka hálfri listasögunni ofan í geymslu. Mannslíkaminn, bæði karla og kvenna, hefur lengi verið viðfangsefni listamanna,“ segir Goddur og fer á flug. Hann viti til þess að það séu styttur af berum karlmanni eftir Bertel Thorvaldsen í borginni, fullt af brjóstum í verkum Ásmundar Sveinssonar líka. „Það þarf aldeilis að taka hér til. Við þurfum að gerast aftur alvöru púritanar og fara með hálft listasafn þjóðarinnar og allra þjóða og læsa það í geymslum! Ég styð púrítanisma. Lengi hann lifi!“ segir listspekúlantinn kaldhæðinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Seðlabankinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira