Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:11 Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda. Hvalveiðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar. Skýrsla Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða þykir umdeild. Ein af umdeildustu staðhæfingum skýrslunnar lýtur að áhrifum afráns hvala á fiskistofna en í skýrslunni segir: „Má á þessum grunni leiða líkum að því að fækkun hvala um 40% myndi leiða til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári.“ Þarna er beinlínis verið að segja að auka þurfi hvalveiðar til að minnka afránið. Edda Elísabet Magnúsdóttir aðjúnkt í líffræði við HÍ og sérfræðingur í vistkerfi sjávar segir að þessi staðhæfing í skýrslunni sé órökstudd og beinlínis röng „Samspil lífvera í hafinu er mun flóknari en svo að ef þú tekur einn afræningja í burtu að það muni hafa bein áhrif á þá lífveru sem viðkomandi afræningi nærist á, í þessu tilfelli hvalirnir. Það er ekki með nokkru móti hægt að fullyrða á svo einfaldan hátt að ef þú tekur út 40% af hvölum muni það auka afla þessara fiskitegunda,“ sagði Edda.Hún segir að skýrsluhöfundar skauti alveg fram hjá því að hvalir hafi margþætt áhrif á vistkerfi sjávar. Með skítnum sínum dreifi þeir til dæmis mikilvægri næringu um höfin. „Þó svo að hvalur sé aðal afræningi loðnu eða átu, étur hann annað líka. Hann heldur átunni í ákveðnum skefjum og svo framvegis. Ef hvalurinn færi út úr vistkerfinu þá væri það ekki hrein línuleg hækkun af þessum átustofnum eða loðnustofnum eða þess háttar,“ segir Edda.
Hvalveiðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira