Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:03 WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Sjá meira
WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Sjá meira