Bragðgóðir og hollir réttir Elín Albertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 16:00 Bulgur er brotið hveiti sem líkist kúskús. Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk. Uppskriftir Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk.
Uppskriftir Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira