Hardy var frábær leikmaður hjá Dallas Cowboys en utan vallar varð hann sjálfum sér ítrekað til skammar. Hann fékk til að mynda tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á unnustu sinni. Ferill hans í NFL-deildinni var því stuttur
Það er ekki bara að Hardy sé að berjast um helgina heldur er Rachael Ostovich einnig að berjast þá en eiginmaður hennar gekk í skrokk á henni í nóvember. Málið þykir vera allt hið versta fyrir UFC og Dana White, forseti UFC, tók ekki vel í spurningar blaðamanna um málið í Kanada rétt fyrir jól.
„Ég ætla ekki að tala meira um Greg Hardy. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu kjaftæði með ykkur. Hann er á skrá hjá UFC og ekki meira um það að segja,“ sagði White og augljóst að spurningar um Hardy og Ostovich fóru í taugarnar á honum.
„Það geta allir verið viðkvæmir fyrir öllu. Ykkur finnst þetta vera stórmál en henni er alveg sama. Hún hefur beðið um að fá ekki fleiri spurningar um þetta mál.“
Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt að Hardy sé að berjast þetta kvöld er hinn virti MMA-blaðamaður Ariel Helwani. Hann ræddi þá skoðun sína við Hardy á blaðamannafundi í gær. Áhugavert að sjá.
I had a lot to say about @GregHardyJr on @FirstTake and other @espn shows yesterday. I said I didn’t think he should be on Saturday’s card, among other things. I said that to him face to face today, as well, and this was his response:
(Full interview: https://t.co/jhCrfgsOHj) pic.twitter.com/PHyL2lIeAY
— Ariel Helwani (@arielhelwani) January 18, 2019
Hardy hefur barist þrisvar sem atvinnumaður og klárað alla sína bardaga á innan við mínútu. Hann mun berjast við Allen Crowder í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Bardagi þeirra er næststærsti bardagi kvöldsins.
Hér að neðan má sjá viðtalið við White sem tekið var í Toronto.