Veiðikynning fyrir unga veiðimenn og veiðikonur Karl Lúðvíksson skrifar 28. janúar 2019 08:00 Hver þekkir það ekki að vera byrjandi í veiði og kann lítið og spyr sig, er þetta eitthvað fyrir mig? Skemmtinefnd SVFR ætlar að bjóða ungum veiðimönnum/konum ( ca. 14-25 ára en auðvitað eru allir velkomnir) til að koma á opið hús þann 31. janúar í húsnæði félagsins við Rafstöðvarveg 14 í Elliðaárdal. Þar munu ungir en samt reyndir aðilar koma og segja sínar sögur af því að vera byrjandi í veiði. Sumir velta fyrir sér hvort þetta sé „sport“ fyrir sig, en yfirleitt er svarið já. Á þessu kvöldi verða sýndar myndir og myndbönd af þeim veiðifélögum Elíasi Pétri Viðfjörð Þórarinssyni og Guðna Hrafni Péturssyni ( Villimenn ) og einnig munu þeir fara yfir ýmsan veiðibúnað sem þarf til að byrja að veiða. En hvað þarf maður að eiga til þess að geta farið út að veiða? Þessari spurningu og ýmsum öðrum verður reynt að svara á þessu kvöldi. Einnig verður farið yfir þau ársvæði sem SVFR hefur til umráða. Að sjálfsögðu er líka gaman að fá unga og reynda veiðiaðila til að koma og segja sínar reynslusögur. Allt verður þetta á léttu nótunum eins og veiðin er almennt. Aldrei að vita nema að einhverjir fari út með vinning, en til þess þarf viðkomandi að mæta á staðinn. Boðið verður uppá léttar veitingar. Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði
Hver þekkir það ekki að vera byrjandi í veiði og kann lítið og spyr sig, er þetta eitthvað fyrir mig? Skemmtinefnd SVFR ætlar að bjóða ungum veiðimönnum/konum ( ca. 14-25 ára en auðvitað eru allir velkomnir) til að koma á opið hús þann 31. janúar í húsnæði félagsins við Rafstöðvarveg 14 í Elliðaárdal. Þar munu ungir en samt reyndir aðilar koma og segja sínar sögur af því að vera byrjandi í veiði. Sumir velta fyrir sér hvort þetta sé „sport“ fyrir sig, en yfirleitt er svarið já. Á þessu kvöldi verða sýndar myndir og myndbönd af þeim veiðifélögum Elíasi Pétri Viðfjörð Þórarinssyni og Guðna Hrafni Péturssyni ( Villimenn ) og einnig munu þeir fara yfir ýmsan veiðibúnað sem þarf til að byrja að veiða. En hvað þarf maður að eiga til þess að geta farið út að veiða? Þessari spurningu og ýmsum öðrum verður reynt að svara á þessu kvöldi. Einnig verður farið yfir þau ársvæði sem SVFR hefur til umráða. Að sjálfsögðu er líka gaman að fá unga og reynda veiðiaðila til að koma og segja sínar reynslusögur. Allt verður þetta á léttu nótunum eins og veiðin er almennt. Aldrei að vita nema að einhverjir fari út með vinning, en til þess þarf viðkomandi að mæta á staðinn. Boðið verður uppá léttar veitingar.
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði