Stóðust prófið og fara til Kölnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 08:00 Arnór Þór Gunnarsson fagnar einu marka sinna í gær. Fréttablaðið/AFP Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta." Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Það var ósvikin gleði hjá íslenska liðinu þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í gær og ljóst var að Ísland komst áfram í milliriðlana. Tveggja marka sigur á Makedóníu og ljóst að íslenska liðið fer til Kölnar til að etja kappi við bestu þjóðir heims í milliriðlunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins að þetta yrði spennandi leikur allt til loka. Makedónía spilaði langar sóknir með aukamann á línunni og gekk vel að loka á skyttur íslenska liðsins. Hornamenn Íslands, með Arnór Þór Gunnarsson fremstan í flokki, héldu Íslandi á floti framan af og var munurinn tvö mörk í hálfleik. Varnarleikurinn gekk vel og þegar Björgvin byrjaði að taka fleiri bolta náði Ísland betri stjórn á leiknum og náði forskotinu um miðbik seinni hálfleiksins. Öflug vörn Íslands neyddi þjálfarateymi Makedóníu til að breyta um leikkerfi og hætta að spila á yfirmanni í sókn þegar stutt var til leiksloka til að finna lausnir. Það var viðeigandi að Akureyringurinn Arnór Þór kórónaði frábæran leik sinn með því að gera út um leikinn af vítalínunni mínútu fyrir leikslok. Í 100. leik sínum fyrir Ísland skoraði hann tíunda mark sitt og kom Íslandi tveimur mörkum yfir og gerði út um vonir Makedóníu sem þurfti sigur til að komast áfram. „Það var hreint magnað að vinna þennan leik. Makedónía er með frábært lið, svipað í gæðum og við erum en mun reynslumeira lið en okkur tókst að landa sigrinum. Við áttum í erfiðleikum framan í sóknarleiknum, liðinu gekk illa í uppstilltum sóknum en það breyttist í seinni hálfleik þegar okkur tókst að finna betri lausnir. Þegar sóknarleikurinn náði betri takti kom betra flæði í spilamennskuna," sagði Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, sem hrósaði varnarleik íslenska liðsins. „Við náðum að spila það góðan varnarleik að við náðum að knýja þá til að breyta um leikskipulag. Þeir eru með vel slípað lið í að spila sjö gegn sex en íslenska liðið var fljótt að aðlagast því. Vinnslan í mönnum og aukahreyfingin var hreint út sagt mögnuð. Auðvitað fengu línumennirnir einhver færi enda er erfitt að eiga við svona tröllvaxna menn en þá var Björgvin öflugur og tók góða bolta."
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira