Með sterkustu liðum heims í milliriðlunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. janúar 2019 10:00 Frá leik Íslands og Frakklands í sextán liða úrslitunum á HM fyrir tveimur árum. Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason eru hér í baráttunni við Nikola Karabatic. Getty/Jean Catuffe Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Það er ljóst að erfitt verkefni bíður íslenska landsliðsins í handbolta í milliriðlunum í Köln. Ísland fylgir Króatíu og Spáni upp úr B-riðlinum og verður í riðli 1 ásamt ríkjandi heimsmeisturum Frakklands, Þýskalandi sem varð heimsmeistari árið 2007 og Brasilíu. Ísland fer án stiga inn í milliriðlana eftir tap gegn Króatíu og Spánverjum líkt og Brasilía og eru möguleikarnir á því að komast í undanúrslitin sjálf því litlir en þetta gefur ungu liði Íslands tækifæri til að spreyta sig gegn bestu þjóðum heims. Franska landsliðið hefur verið eitt allra besta handboltalið heims frá aldamótum. Alls níu stórmótatitlar og tvö Ólympíugull frá árinu 2000, þar af eitt Ólympíugull eftir sigur á Íslandi í úrslitaleik í Peking sumarið 2008. Lykilmaðurinn í flestum af þessum liðum og einn besti handboltamaður allra tíma, Nikola Karabatic, er búinn að ná sér af meiðslum og var kallaður inn í landsliðið á ný sem nægir til að gera franska landsliðið að einu af sigurstranglegustu liðum mótsins. Þýska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og aðeins þrjú ár eru liðin síðan Dagur Sigurðsson stýrði því til sigurs á Evrópumótinu. Á heimavelli eru Þjóðverjar til alls líklegir eins og þeir sýndu gegn liði Frakka þar sem þeir voru einfaldlega grátlega óheppnir að taka ekki sigur og fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Brasilíu tókst að komast inn í milliriðlana með sigrum á Rússlandi og Serbíu og er þetta fjórða heimsmeistaramótið í röð þar sem Brasilía fer upp úr riðlinum. Þetta verður í sjötta sinn sem Ísland og Brasilía mætast á vellinum og hefur Brasilía aðeins unnið einn leik til þessa. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, tók undir það aðspurður að íslenska liðið myndi njóta góðs af því að leika í milliriðlunum. „Það er verið að búa til nýtt landslið til næstu ára og að fá þessa stórleiki í milliriðlinum gæti skipt ótrúlega miklu máli. Þetta veitir þeim reynslu sem Forsetabikarinn hefði ekki gefið okkur. Þetta gæti orðið gríðarlega þýðingarmikið og hjálpað íslenskum handbolta síðar meir. Guðmundur hefur verið óhræddur við að senda menn inn og það eru allir að öðlast meiri og meiri reynslu,“ sagði Stefán. Þegar liðið er komið áfram upp úr riðlinum og í milliriðlana hefur því tekist að ná markmiði sínu. Fyrir vikið telur Stefán að liðið geti betur notið þess að fara inn í næstu leiki sem fara fram í Köln. „Þetta mun þroska þá og gefa þeim heilmikið. Þeir fara inn í þessa leiki í raun án pressu, nú er búið að ná inn í milliriðilinn sem var markmiðið fyrir mót og þeir geta nú notið þess að spila keppnisleiki við bestu leikmenn heims. Þú kaupir ekki þessa reynslu og það er ekki hægt að búa hana til, eina leiðin er að hoppa út í djúpu laugina.“ Þá gæti Ísland með hagstæðum úrslitum annarra liða komið sér í baráttuna um sjöunda sætið sem veitir þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira