Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. janúar 2019 06:15 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm „Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
„Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd, um hugmyndir um veggjöld. Sú útfærsla hefur verið rædd að ríkissjóður taki lán upp á 60-70 milljarða til þess að flýta samgönguframkvæmdum. Lánið yrði greitt niður með tekjum af veggjöldum. Þá eru uppi hugmyndir um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar. Þorsteinn vill svör frá fjármálaráðuneytinu um hvort þetta standist lög um opinber fjármál. Málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær. Formleg fyrirspurn verður send ráðuneytinu eftir frekari umfjöllun í nefndinni. „Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna,“ segir Þorsteinn og bendir á að fjármálaáætlun sé sett fram til að ramma inn ríkisfjármálin. Þegar fram komi hugmyndir um umfangsmikil verkefni sem fjármagna eigi með öðrum hætti, en ríkissjóður beri ábyrgð á, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins komu fram efasemdir um lögmæti fyrirhugaðrar fjármögnunarleiðar í kynningu sem formaður stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins hélt nýverið fyrir stjórnarflokkana. Var hópnum falið að stilla upp tillögum um gjaldtöku, meta tekjur af henni og lagaleg skilyrði. Samflokksmaður Þorsteins, Hanna Katrín Friðriksson, lýsti sams konar efasemdum í grein í blaðinu í gær. Markmið laga um opinber fjármál væri að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. „Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“ spurði Hanna Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira