Guðmundur: Er hrærður Anton Ingi Leifsson skrifar 17. janúar 2019 19:07 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands var hrærður í leikslok eftir sigurinn gegn Makedóníu. Hann segir að hann hafi sjaldað séð jafn mikla baráttu og vilja eins og hann sá í kvöld. „Mér fannst þetta stórkostleg frammistaða. Leikurinn var erfiður og eins og við vissum þá voru þeir að fara spila sjö á móti sex,“ sagði Guðmundur í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Við vorum búnir að fara yfir þetta endalaust. Þetta er ekki einfalt. Við ákváðum að keyra á þá í hvert skipti sem við gátum og planið var að keyra áfram á þá í síðari hálfleik.“ „Það gekk upp en leikurinn byrjaði kannski ekki vel fyrir okkur sóknarlega því við vorum að misnota færi sóknarlega. Það var ákveðið hik á okkur. Við misnotum víti og það var ákveðinn óheppni í gang, finnst mér.“ „Í staðinn fyrir að koma með endalaus nýjar ákvarðanir þá fórum við yfir stöðuna í hálfleik. Við ræddum ákveðna hluti og komum með einn nýjan hlut sem við byrjuðum á síðari hálfleik. Síðan löguðum við til taktíkarnar.“ „Við breyttum áhersluatriðum og það skóp það að við sköpuðum okkur frábær færi en varnarleikurinn var algjörlega stórkostlegur. Ég hef ekki oft upplifað svona baráttu og vilja. Ég er hrærður í dag.“ Arnar Freyr Arnarsson var algjörlega magnaður í vörn íslenska liðsins í dag og ekki síðri sóknarlega. Guðmundur hrósaði honum í leikslok. „Þetta var algjörlega stórbrotinn leikur hjá honum og hann fórnar sér allan tímann. Ég spurði hann tvisvar hvort að hann þyrfti pásu en nei hann þurfti enga pásu. Hann vildi halda áfram og það er frábært. Það var líka mjög mikilvægt.“ „Síðan voru aðrir að standa sig rosalega vel. Þetta var mjög erfitt að vinna og við vorum að spila gegn miklu leikreyndara liði en við. Að byrja með nýtt lið og komast í milliriðil. Nú þurfum við að fara upp á hótel og setja upp ný markmið.“ Guðmundur segir að leikjaplanið sé undarlegt. Frakkarnir geta hvílt sig á meðan Ísland spilar gegn bæði Þjóðverjum og Frökkum um helgina. Ekki hægt að breyta þessu núna en verður gert athugasemd við þetta segir Guðmundur. „Það sem bíður okkar er gríðarlega erfitt prógram. Það er umhugsunarefni að við komum til að spila gegn Þjóðverjum á laugardag og Frakklandi á sunnudag. Það eru fjórir leikir á fimm dögum. Frakkarnir fá að hvíla í tvo daga fyrir leikinn gegn okkur.“ „Þetta er eitthvað sem er algjörlega óskiljanlegt og auðvitað þarf að gera athugarsemdir við þetta á síðari stigum. Það er ekki hægt að breyta því núna en ég er bara að segja að það er erfitt framhald fyrir okkur.“ „Við ætlum að njóta þess og fara til Köln að spila fyrir framan fulla höll. Það er engu líkt,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52 Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45 Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Dómarinn eins og pabbi sem er að stjórna leik út í garði í barnaafmæli“ Ísland er komið í milliriðil eftir frábæran sigur á Makedóní 17. janúar 2019 18:31
Topparnir í tölfræðinni á móti Makedóníu: Skoruðu sex mörk í tómt mark Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran endurkomusigur á Makedóníu, 24-22, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 17. janúar 2019 18:52
Gísli Þorgeir: Væri fáranlegt að hverfa frá því Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög góðan leik í sigrinum gegn Makedóníu. 17. janúar 2019 18:45
Sérfræðingurinn: Þjálfarinn fær réttilega toppeinkunn Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gaf Guðmundi Guðmundssyni toppeinkunn fyrir hvernig hann útfærði leik Íslands og Makedóníu á HM 2019 í handbolta í dag, en Ísland vann tveggja marka sigur og tryggði sér sæti í milliriðli. 17. janúar 2019 19:00