Breyting á klukku myndi bæta svefninn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2019 08:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Meðan við sofum fer fram ýmis viðgerðarstarfsemi. Líkaminn byggir þá upp alls kyns efni, prótein og fleira sem við notum í vöku. Einnig vinnur líkaminn að því að gera við frumur. Svefn gegnir einnig því mikil væga hlutverki að mynda vaxtar hormón, sem hjálpar sérstaklega börnum og unglingum að vaxa en einnig fullorðnum við það að draga úr hrukkum og fleira. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hún er ein af þeim sem skiluðu nýlega skýrslu til ráðherra um breytingu klukkunnar á Íslandi. Erla segir umræðuna um breytingu klukkunnar oft á villigötum og jafnvel gæti misskilnings um hvað sé verið að skoða. „Við erum vanaföst þjóð og gjarnan hrædd við breytingar. Það er svo áhugavert að hlusta á þessa umræðu varðandi klukkuna. Það sem málið snýst um er að breyta klukkunni einu sinni, seinka henni um klukkustund, og svo aldrei meir. Margir halda að það sé verið að tala um að taka upp tvískiptan tíma og að klukkan hefði sumar- og vetrar-tíma en það er ekki svo. Rannsóknir hafa verið að sýna það í auknum mæli að það sé ekki heilsusamlegt og reyndar er Evrópusambandið að skoða það að taka út tvískiptan tíma,“ segir Erla. „Ég held að fólk myndi taka eftir þessu í tvo, þrjá daga og svo myndi þetta gleymast fyrir utan vonandi þau jákvæðu áhrif sem við teljum að þessi breyting gæti haft fyrir svefnvenjur Íslendinga. Ef við náum að bæta svefn, bæta til dæmis hálftíma við svefn hjá ungu fólki, hvað erum við að spara samfélaginu mikið á því? Hvað kostar þetta svefnleysi okkur? Þetta er eitt dýrasta vandamál í heiminum og við erum að tala um það að kannski þriðji hver maður sé svefnlaus.“ Rökin á móti klukkunni eru þau að það verði minni birta seinnipartinn. En miðað við birtuskilyrði yfir svartasta skammdegið skiptir litlu máli hvort vinnudagurinn sé til klukkan 16, 17 eða 18, myrkrið er þegar skollið á. Erla segir mikilvægara að fá morgunbirtuna. „Morgunbirtan er mikilvægasta merkið fyrir líkamsklukkuna til þess að stilla sig eftir. Við erum líka að leggja áherslu á að við séum bara á réttum tíma miðað við hnattstöðu landsins.“Hvað gerist í líkamanum í svefni? „Svefn er ástand endurnýjunar, enduruppbyggingar og viðgerðar. Þetta eru þrjú meginhlutverk svefnsins fyrir utan það auðvitað að endurnæra okkur og hvíla okkur. Ég hugsa að það megi segja að svefninn sé meiri hvíld fyrir heilann en líkamann. Vegna þess að við getum hvílt líkamann á ótrúlega fjölbreyttan hátt, lagst fyrir yfir daginn og annað. En heilinn fær sína hvíld og næringu á nóttunni í svefninum og núllstillir sig,“ segir Erla. „Hugsum aðeins um hvað það er mikið áreiti á heilann í dag. Öll þessi tækni og snjallsímar og þess háttar. Við höfum í raun og veru sjaldan þurft jafn mikið á hvíld að halda og akkúrat núna.“En hvað er það sem við vitum ekki um svefn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvað maður veit ekki. Mér finnst svefninn vera svolítið eins og hafið. Við vitum ótrúlega mikið en við vitum líka að það er ótrúlega mikið sem við vitum ekki. Við bara vitum ekki hvað það er,“ segir Erla. Það sem við vitum hins vegar er að mannskepnan getur ekki lifað án svefns. Það helsta sem hægt er að komast að er hvað gerist ef við sofum lítið. Erla segir að eftir aðeins eina svefnlitla nótt sé hægt að merkja breytingar í líkamanum. „Við sjáum auknar bólgur sem tengjast hinum og þessum sjúkdómum. Við sjáum að það verður ójafnvægi í hormónastarfseminni, sérstaklega þeim sem stýra seddu og hungri. Við förum að leita í öðruvísi fæðu og annars konar orku á borð við sykur, einföld kolvetni og fitu. Hormónin sem gefa okkur merki um hvenær við erum södd bælast niður þegar við erum þreytt og þá hættir okkur til að borða meira. Svefnleysi er í raun eitt af því mest fitandi sem til er,“ segir Erla. „Eins verður sársaukaþröskuldurinn lægri. Líkaminn verður næmari og tilfinningar meira á flökti. Ef við erum að vakna kl. 3 til að fara í flug þá finnum við gjarnan meira fyrir braki og brestum í líkamanum. Við verðum stirðari og okkur verður jafnvel óglatt. Það fer allt úr jafnvægi. Ónæmiskerfið bælist sömu-leiðis þannig að við verðum opnari fyrir hinum ýmsu pestum og flensum þegar við erum illa sofin. Þá minnkar framleiðni hjá okkur og hætta á slysum eykst. Svefnleysi er dýrt vandamál, bæði fyrir einstaklinginn og fyrir samfélagið.“Hvað veldur svefnleysi? Það er ótal margt sem getur valdið því að við sofum illa. Einhverjar breytingar í okkar lífi, barneignir, flutningar, nýtt starf, álag í vinnu, álag á heimili, lífsstíllinn, óreglulegt svefnmynstur, hreyfingarleysi, neysla á of miklu koffíni eða of miklu áfengi. Við erum of mikið í tölvunni, símanum, að við sjónvarpið. Í raun má segja að allt sem við gerum yfir daginn getur haft áhrif á svefninn yfir nóttina. „Það sem er svo áhugavert við svefninn, dægursveiflu og líkamsklukkuna er eitthvað sem margir tengja við. Þegar maður leggst á koddann og hugurinn fer á fullt og maður fer að kvíða fyrir hinu og þessu. Þetta er gjarnan fyrsti tími dagsins sem maður er án allra áreita. Það er ekki útvarp, tölva, eða einhver að tala við mann og eitthvað í gangi. Við lokum augunum og förum yfir daginn okkar. Hvernig vinnudagurinn var, hvað þarf að gera á morgun og því um líkt. Allt í einu man maður eftir einhverju; „Æi, ég gleymdi að senda þennan tölvupóst“ eða „Ahh þessi fundur á morgun“ og svo framvegis. Oft fara minnstu hlutir að vaxa manni í augum á þessum tíma og geta valdið kvíðahnút og haldið fyrir manni vöku í langan tíma. Svo kannski sofnar maður, vaknar daginn eftir og þá reynist málið vera afar lítilvægt. „Af hverju kveið ég svona fyrir þessu í gærkvöldi?“ og flestir tengja við þetta. En ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að það er líka dægursveifla í heilastarfsemi og það eru stöðvar í framheilanum sem fara í dvala á kvöldin. Þessar stöðvar stýra skynsemi og rökhugsun. Rökhugsunin okkar er því bara farin að sofa og við sitjum eftir í súpunni,“ segir Erla. „Mér finnst þessi vitneskja hjálpleg því ég hef alveg legið uppi í rúmi og verið mjög áhyggjufull yfir einhverju léttvægu eins og til dæmis barnaafmæli sem ég er að fara að halda eftir þrjá daga og þá segi ég við sjálfa mig: „Erla. Rökhugsunin þín er farin að sofa. Dílaðu bara við þetta á morgun, þá verður þetta ekkert mál. Þótt við séum vakandi þá er heilinn að undirbúa sig fyrir svefninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Meðan við sofum fer fram ýmis viðgerðarstarfsemi. Líkaminn byggir þá upp alls kyns efni, prótein og fleira sem við notum í vöku. Einnig vinnur líkaminn að því að gera við frumur. Svefn gegnir einnig því mikil væga hlutverki að mynda vaxtar hormón, sem hjálpar sérstaklega börnum og unglingum að vaxa en einnig fullorðnum við það að draga úr hrukkum og fleira. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hún er ein af þeim sem skiluðu nýlega skýrslu til ráðherra um breytingu klukkunnar á Íslandi. Erla segir umræðuna um breytingu klukkunnar oft á villigötum og jafnvel gæti misskilnings um hvað sé verið að skoða. „Við erum vanaföst þjóð og gjarnan hrædd við breytingar. Það er svo áhugavert að hlusta á þessa umræðu varðandi klukkuna. Það sem málið snýst um er að breyta klukkunni einu sinni, seinka henni um klukkustund, og svo aldrei meir. Margir halda að það sé verið að tala um að taka upp tvískiptan tíma og að klukkan hefði sumar- og vetrar-tíma en það er ekki svo. Rannsóknir hafa verið að sýna það í auknum mæli að það sé ekki heilsusamlegt og reyndar er Evrópusambandið að skoða það að taka út tvískiptan tíma,“ segir Erla. „Ég held að fólk myndi taka eftir þessu í tvo, þrjá daga og svo myndi þetta gleymast fyrir utan vonandi þau jákvæðu áhrif sem við teljum að þessi breyting gæti haft fyrir svefnvenjur Íslendinga. Ef við náum að bæta svefn, bæta til dæmis hálftíma við svefn hjá ungu fólki, hvað erum við að spara samfélaginu mikið á því? Hvað kostar þetta svefnleysi okkur? Þetta er eitt dýrasta vandamál í heiminum og við erum að tala um það að kannski þriðji hver maður sé svefnlaus.“ Rökin á móti klukkunni eru þau að það verði minni birta seinnipartinn. En miðað við birtuskilyrði yfir svartasta skammdegið skiptir litlu máli hvort vinnudagurinn sé til klukkan 16, 17 eða 18, myrkrið er þegar skollið á. Erla segir mikilvægara að fá morgunbirtuna. „Morgunbirtan er mikilvægasta merkið fyrir líkamsklukkuna til þess að stilla sig eftir. Við erum líka að leggja áherslu á að við séum bara á réttum tíma miðað við hnattstöðu landsins.“Hvað gerist í líkamanum í svefni? „Svefn er ástand endurnýjunar, enduruppbyggingar og viðgerðar. Þetta eru þrjú meginhlutverk svefnsins fyrir utan það auðvitað að endurnæra okkur og hvíla okkur. Ég hugsa að það megi segja að svefninn sé meiri hvíld fyrir heilann en líkamann. Vegna þess að við getum hvílt líkamann á ótrúlega fjölbreyttan hátt, lagst fyrir yfir daginn og annað. En heilinn fær sína hvíld og næringu á nóttunni í svefninum og núllstillir sig,“ segir Erla. „Hugsum aðeins um hvað það er mikið áreiti á heilann í dag. Öll þessi tækni og snjallsímar og þess háttar. Við höfum í raun og veru sjaldan þurft jafn mikið á hvíld að halda og akkúrat núna.“En hvað er það sem við vitum ekki um svefn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvað maður veit ekki. Mér finnst svefninn vera svolítið eins og hafið. Við vitum ótrúlega mikið en við vitum líka að það er ótrúlega mikið sem við vitum ekki. Við bara vitum ekki hvað það er,“ segir Erla. Það sem við vitum hins vegar er að mannskepnan getur ekki lifað án svefns. Það helsta sem hægt er að komast að er hvað gerist ef við sofum lítið. Erla segir að eftir aðeins eina svefnlitla nótt sé hægt að merkja breytingar í líkamanum. „Við sjáum auknar bólgur sem tengjast hinum og þessum sjúkdómum. Við sjáum að það verður ójafnvægi í hormónastarfseminni, sérstaklega þeim sem stýra seddu og hungri. Við förum að leita í öðruvísi fæðu og annars konar orku á borð við sykur, einföld kolvetni og fitu. Hormónin sem gefa okkur merki um hvenær við erum södd bælast niður þegar við erum þreytt og þá hættir okkur til að borða meira. Svefnleysi er í raun eitt af því mest fitandi sem til er,“ segir Erla. „Eins verður sársaukaþröskuldurinn lægri. Líkaminn verður næmari og tilfinningar meira á flökti. Ef við erum að vakna kl. 3 til að fara í flug þá finnum við gjarnan meira fyrir braki og brestum í líkamanum. Við verðum stirðari og okkur verður jafnvel óglatt. Það fer allt úr jafnvægi. Ónæmiskerfið bælist sömu-leiðis þannig að við verðum opnari fyrir hinum ýmsu pestum og flensum þegar við erum illa sofin. Þá minnkar framleiðni hjá okkur og hætta á slysum eykst. Svefnleysi er dýrt vandamál, bæði fyrir einstaklinginn og fyrir samfélagið.“Hvað veldur svefnleysi? Það er ótal margt sem getur valdið því að við sofum illa. Einhverjar breytingar í okkar lífi, barneignir, flutningar, nýtt starf, álag í vinnu, álag á heimili, lífsstíllinn, óreglulegt svefnmynstur, hreyfingarleysi, neysla á of miklu koffíni eða of miklu áfengi. Við erum of mikið í tölvunni, símanum, að við sjónvarpið. Í raun má segja að allt sem við gerum yfir daginn getur haft áhrif á svefninn yfir nóttina. „Það sem er svo áhugavert við svefninn, dægursveiflu og líkamsklukkuna er eitthvað sem margir tengja við. Þegar maður leggst á koddann og hugurinn fer á fullt og maður fer að kvíða fyrir hinu og þessu. Þetta er gjarnan fyrsti tími dagsins sem maður er án allra áreita. Það er ekki útvarp, tölva, eða einhver að tala við mann og eitthvað í gangi. Við lokum augunum og förum yfir daginn okkar. Hvernig vinnudagurinn var, hvað þarf að gera á morgun og því um líkt. Allt í einu man maður eftir einhverju; „Æi, ég gleymdi að senda þennan tölvupóst“ eða „Ahh þessi fundur á morgun“ og svo framvegis. Oft fara minnstu hlutir að vaxa manni í augum á þessum tíma og geta valdið kvíðahnút og haldið fyrir manni vöku í langan tíma. Svo kannski sofnar maður, vaknar daginn eftir og þá reynist málið vera afar lítilvægt. „Af hverju kveið ég svona fyrir þessu í gærkvöldi?“ og flestir tengja við þetta. En ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að það er líka dægursveifla í heilastarfsemi og það eru stöðvar í framheilanum sem fara í dvala á kvöldin. Þessar stöðvar stýra skynsemi og rökhugsun. Rökhugsunin okkar er því bara farin að sofa og við sitjum eftir í súpunni,“ segir Erla. „Mér finnst þessi vitneskja hjálpleg því ég hef alveg legið uppi í rúmi og verið mjög áhyggjufull yfir einhverju léttvægu eins og til dæmis barnaafmæli sem ég er að fara að halda eftir þrjá daga og þá segi ég við sjálfa mig: „Erla. Rökhugsunin þín er farin að sofa. Dílaðu bara við þetta á morgun, þá verður þetta ekkert mál. Þótt við séum vakandi þá er heilinn að undirbúa sig fyrir svefninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira