Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. janúar 2019 10:00 Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Japan í gær sem gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika á að komast í milliriðilinn í Köln. Fréttablaðið/AFp Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira